fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Aflýsa sólarlandaferðum vegna heimsfaraldursins

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. ágúst 2021 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna heimsfaraldursins hafa íslensk flugfélög og ferðaskrifstofur aflýst sólarlandaferðum í sumar og haust. Heimsferðir hafa aflýst fjórum ferðum til Malaga og þremur til Alicante. Vita hefur aflýst fjórum ferðum til Krítar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Tómasi J. Gestssyni, framkvæmdastjóra Heimsferða, að nokkuð hafi borið á því að fólk hafi vilja fresta ferðum en greinilegt sé að það ætlar að ferðast síðar. „Það hefur náttúrlega aðeins dregið úr eftirspurninni og svo hefur fólk viljað fresta ferðinni sinni. Þess vegna höfum við brugðið á það ráð að draga aðeins úr framboðinu,“ er haft eftir honum.

Hvað varðar þau flug sem hafa verið felld niður sagði hann að farþegum verði boðið upp á fulla endurgreiðslu en ef fólk afbóki flug sem verða farin eða vilji breyta þeim þá gildi ferðaskilmálar.

Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita, sagði að reglur um að allir sem koma til landsins verði að framvísa neikvæðu PCR-prófi hafi neikvæð áhrif á bókanir. „Það hefur náttúrlega haft slæm áhrif og við mátum það þannig að þar sem þetta er stutt „season“ hjá okkur til Krítar að einbeita okkur að Alicante og Tenerife,“ sagði hann. Hann sagði að öllum, sem ætluðu í ferðirnar til Krítar, hafi verið boðin full endurgreiðsla eða inneign fyrir aðra ferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Það er hörmu­legt til þess að vita að þetta sé búið að ganga svona í mörg ár“

„Það er hörmu­legt til þess að vita að þetta sé búið að ganga svona í mörg ár“
Fréttir
Í gær

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn
Fréttir
Í gær

Morðin í Neskaupstað: Hryllileg aðkoma lögreglumanna – „Það voru blóðslettur upp um alla veggi“

Morðin í Neskaupstað: Hryllileg aðkoma lögreglumanna – „Það voru blóðslettur upp um alla veggi“
Fréttir
Í gær

Morðin í Neskaupstað: Réttarhöld hafin yfir Alfreð Erling sem kýs að tjá sig ekki

Morðin í Neskaupstað: Réttarhöld hafin yfir Alfreð Erling sem kýs að tjá sig ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum þingmaður vill leiða Siðmennt – „Trúfrelsið er lítils virði án tjáningarfrelsisins“

Fyrrum þingmaður vill leiða Siðmennt – „Trúfrelsið er lítils virði án tjáningarfrelsisins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kennaraverkföllin dæmd ólögleg í 13 leikskólum og 7 grunnskólum – Lögleg í Snæfellsbæ

Kennaraverkföllin dæmd ólögleg í 13 leikskólum og 7 grunnskólum – Lögleg í Snæfellsbæ