fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Barnalæknir hjólar í Stefán Einar – „Gaman að sjá tvo fávita með háskólapróf auglýsa sína fávisku“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 16. ágúst 2021 10:14

Stefán Einar Stefánsson (t.v.) og Einar Þór Hafberg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þór Hafberg barnalæknir er mjög ósáttur við ummæli Stefáns Einars Stefánssonar, viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins, og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, um málefni tengd kórónuveirufaraldurinn, til dæmis gagnrýni Stefáns Einars á meinta upplýsingaóreiðu sóttvarnayfirvalda og ummæli Bjarna um skipulagsleysi og fráflæðisvanda á Landspítalanum.

Einari Þór er svo mikið niðri fyrir að hann hikar ekki við að kalla þá Stefán Einar og Bjarna fávita og Stefán Einar kallar hann hræsnara.

Þessi samskipti áttu sér stað á Facebook-síðu Stefáns Einars en þar birtir hann myndina hér að neðan:

Stefán Einar gagnrýnir ummæli sóttvarnalæknis þess efnis að faraldurinn sé í línulegum vexti og að mikil hætta sé á að hann lendi í veldisvexti. Tölur um fjölda virkra smita sýni hins vegar að faraldurinn náði hámarki 7. ágúst en frá þeim tíma hafi smitum farið fækkandi að undanskildum 10. ágúst. Tölur undanfarið bendi til að faraldurinn sé á niðurleið (færslan birtist 14. ágúst). Stefán Einar segir:

„Þrátt fyrir þessar tölur – sem draga upp augljósa mynd af stöðunni, er samfélagið undir sífelldri hótun um að enn eitt minnisblaðið verði sent á ríkisstjórnina og að hún muni enn sem fyrr missa fótana og skerða ferða- og athafnafrelsi fólks.“

Reiður læknir

Þeir Stefán Einar og læknirinn Einar Þór Hafberg eru Facebook-vinir. Einari Þór er augljóslega mjög heitt í hamsi er hann skrifar eftirfarandi innlegg við ofangreinda færslu Stefáns Einars:

„Nei sko, , RITSTJÓRINN kemur enn og aftur fram á á sviðið með sína frábæru reikningsgetu til að verja hagsmuni; hverja, amk er vanvitinn Bjarni honum sammála, þ.a. Þetta hlýtur að vera bona fide. Gaman að sjá tvo fávíta með háskólapróf auglýsa sína fávisku. En hvað um það hræsni RITSTJÓRANS er slík að anerobic lífvera myndi kafna í því súrefni er hann lifir í. Svo hefur RITSTJÓRINN þá dirfsku að,sýna myndir af afkvæmimum sínum og djöflast á þeim er eru að vernda þau. Því líkur hræsnara. Þvílíkur siðfræðingur. Það að þurfa að svara þessari fávisku, við sem erum að sjá um börn, sem ekkert hafa gert til að verðskulda fávisku RITSTJÓRANS, og þingkonu Andersen er nátturlega algjörlega fáránlegt. Því vona ég að Ritstjórinnog hans “ilk” þurfi ekki að svara afleiðingu gjörða/skrifa sinna“

„Spítalinn einn viti hvað gera skuli“

Stefán Einar gerir þetta innlegg barnalæknisins að umtalsefni í annarri færslu og birtir skjáskot af því. Hann segist hafa haldið uppi gagnrýni á stjórnvöld fyrir sóttvarnaaðgerðir undanfarið og stuðst þar við töluleg gögn frá Landspítalanum. Svo virðist hins vegar að skoðanaskipti um þessi mál séu óleyfileg í augum heilbrigðisyfirvalda. Þetta snúist ekki lengur um rétt og rangt heldur blinda hlýðni við heilbrigðisyfirvöld. Færslan er eftirfarandi:

„Á síðustu mánuðum hef ég haldið uppi gagnrýni á stjórnvöld fyrir aðgerðir sem gripið hefur verið til í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar. Þar hef ég m.a. vísað í tölfræði eins og þá sem tekin er saman af Landspítala um hlutfall þeirra sem veikjast mikið og lítið af völdum veirunnar. Allt eru þetta tölur sem kenna okkur að takast á við faraldurinn en gefur okkur einnig tækifæri til að ræða og gagnrýna það sem gert er.

En fólk má ekki hafa skoðun á þessu að mati heilbrigðisyfirvalda. Þórólfur hefur beðið fjölmiðla um að halda ekki uppi gagnrýni á aðgerðir Landspítala svo dæmi sé tekið – rökin eru þau að spítalinn einn viti hvað gera skuli!

Einn þeirra sem þolir ekki gagnrýnina, og heldur ekki að vísað sé í gögn frá yfirvöldum, er barnalæknirinn Einar Þór Hafberg. Hér má sjá hvernig hann, líkt og margir aðrir hafa kosið að haga málflutningi sínum vegna þeirra skoðana sem ég hef haldið fram. Dæmi nú hver fyrir sig hvort þetta haldi vatni?

Þarna sést að þetta snýst ekki lengur um rétt og rangt, staðreyndir eða hégiljur. Þetta snýst um að fólk eigi að hlýða (ekki bara Víði heldur liði eins og Einari). Þeir sem það gera ekki eru teknir niður og börnum þeirra meira að segja blandað inn í umræðuna (smekklegt af sjálfum barnalækninum).

Nú þarf almenningur að átta sig á hvernig í pottinn er búið með þessa umræðu alla. Fáir sýna jafn skýrt á spilin og hugprúði nafni minn. En dæmin um framgöngu sem þessa eru því miður of mörg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð