fbpx
Fimmtudagur 25.júlí 2024
Fréttir

Vill afnema sóttvarnatakmarkanir – „Ríður einnig á að ekki sé alið á óþörf­um ótta“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 14. ágúst 2021 12:30

Frá einum af upplýsingafundum Almannavarna. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins í dag leggst mjög gegn sóttvarnatakmörkunum og segir þær óþarfar og skaðlegar. Staðan hafi breyst í grundvallaratriðum eftir bólusetningar. Í leiðaranum segir:

„Fyr­ir bólu­efn­in skiptu skiman­ir sköp­um til þess að viðhalda opnu sam­fé­lagi inn­an­lands og opna landið aft­ur til út­landa. Bólu­efn­in og hátt hlut­fall bólu­settra breyttu því öllu, bæði inn­an­lands og gagn­vart um­heim­in­um.

Miðað við reynslu ná­granna­landa á borð við Bret­land og Dan­mörku – þar sem bólu­setn­ing hef­ur gengið mjög vel, en ekki í neinni lík­ingu við það sem Íslend­ing­ar státa af – stand­ast víðtæk­ar, al­menn­ar tak­mark­an­ir ekki skoðun.“

Höfundur segir það hafa verið gleðiefni þegar yfirlýsingar ráðamanna um síðustu helgi bentu til þess að þeir áttuðu sig á hinni breyttu stöðu. Nú sé sá tími runninn upp er við þurfum að læra að lifa með veirunni:

„Það er full ástæða til þess að fagna því að rík­is­stjórn­in hafi áttað sig á því að fyrr eða síðar yrði þjóðin að læra að lifa með veirunni — líkt og við lif­um með ýms­um smit­sjúk­dóm­um öðrum – og að lífið yrði að halda áfram án tak­mark­ana um leið og fært væri. Flest bend­ir til þess að sá tími sé núna. Bólu­efn­in verja okk­ur að mestu leyti gegn veik­ind­um og nær al­ger­lega gegn ótíma­bær­um dauðdaga. Í krafti þeirra er okk­ur kleift að lifa með veirunni án al­tækra og íþyngj­andi sótt­varn­araðgerða.“

Það hafi hins vegar valdið miklum vonbrigðum er ríkisstjórnin ákvað að fara að tillögum sóttvarnalæknis og framlengja sóttvarnatakmarkanir óbreyttar í tvær vikur. Sóttvarnaatakmarkanir við þær aðstæður sem nú eru séu óverjandi og hafi slæmar og víðtækar afleiðingar:

„Við þess­ar aðstæður er það í engu sam­ræmi við til­efnið þegar leik­skóla­börn eru í tuga­tali send í sótt­kví vegna smits starfs­manns. Er það verj­andi að í fram­halds­skól­um séu stúd­ents­efni næsta vors að hefja þriðja náms­árið und­ir tak­mörk­un, sem óhjá­kvæm­lega mun setja var­an­legt mark á mennt­un þeirra? Er hið ómark­vissa og kostnaðarsama hindr­un­ar­hlaup farþega á leið til Íslands til ann­ars væn­legt en að fæla fólk frá ferðalög­um?“

Leiðarahöfundur segir að aðgerðir stjórnvalda gegn veirunni verði að hafa skýr og mælanleg markmið. Einnig segir:

„Stjórn­völd­um ber ávallt að gæta meðal­hófs, en nú ríður einnig á að ekki sé alið á óþörf­um ótta og að meðölin reyn­ist ekki skaðlegri en meinið.“

Þess má geta að í fréttum gærdagsins kom fram að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hugleiðir að leggja til hertari sóttvarnatakmarkanir ef skilaboð berast frá Landspítalanum um að hann anni ekki álagi vegna Covid-innlagna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð