fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Víðir segir þetta vera meginregluna um hverjir þurfi að fara í sóttkví – Aðgerðir gætu verið hertar fyrr frekar en síðar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 12. ágúst 2021 11:25

mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á upplýsingafundi almannavarna í dag vegna faraldurs COVID-19 var farið yfir stöðuna í dag. Þórólfur sagði stöðuna ekki sérstaklega skemmtilega og gæti reynst nauðsynlegt að grípa til hertra aðgerða ef Landspítalinn springur. Bólusetning komi ekki alfarið í veg fyrir smit en komi í veg fyrir alvarleg veikindi og minnki líkur á innlög á sjúkrahús og gjörgæslu.

Sóttkví

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, fór yfir hvaða viðmið gilda um sóttkví.

„Meginreglan er að smitrakning einstaklings nær til dagsins áður en hann fær niðurstöðuna, áður en hann fær einkennin. Þannig til dæmis ef einhver vaknaði í morgun með einkenni, fer í sýnatöku á eftir, fær niðurstöðuna í kvöld um að hann sé með COVID þá nær smitrakninginn til allra sem hann umgekkst í gær. Og þá er svona verið að horfa á þessi viðmið að hafa verið innan við tvö metra frá einstaklingi í meira en 15 mínútur. Ítrekuð samskipti til dæmis á kaffistofu vinnu, saman á fundum eða slíkt. Þeir sem vinna nálægt hverjum öðrum í sama rými og svo auðvitað þeir sem búa á sama heimili og slíkt“

Vinnuveitendum er ráðlagt að hafa þetta í huga við skipulagningu starfsemi á næstunni, t.d með tilliti til hólfaskiptinga.

Línulegur vöxtur

Þórólfur sagði faraldurinn ekki í veldisvexti í dag heldur línulegum.

„Faraldurinn er ekki í veldisvexti heldur í línulegum vexti en ekki sjást þess merki á þessari stundu að hann sé á niðurleið. Samhliða þessum línulega vexti hefur innlögnum á Landspítala fjölgað hratt og frá 1. júlí hafa 64 þurft að leggjast þar inn, 9 þurft að leggjast inn á gjörgæslu og 5 þurft á aðstoð öndunarvélar að halda“

Bólusetningar mikilvægar 

„Vissulega hafa bólusetningar komið í veg fyrir smit og sérstaklega komið í veg fyrir alvarleg veikindi,“ segir Þórólfur. „Þetta sést glöggt þegar hlutfall veikinda hjá bólusettum er borið saman við hlutfall veikinda hjá óbólusettum. Þá kemur í ljós að greining smita er um þrisvar sinnum líklegri hjá óbólusettum heldur en bólusettum einstaklingum. Líkur á innlögnum á sjúkrahús er um það bil fjórum sinnum hærri hjá óbólusettu heldur en bólusettum og líkur á gjörgæsluinnlög er um fimm sinnum líklegri há óbólusettum en bólusettum“

Þórólfur hvetur óbólusetta til að mæta í bólusetningu. Hann bendir á að fjöldatakmarkanir séu nú í gildi sem og aðgerðir á landamærunum en þessar aðgerðir hafi ekki dugað til að koma í veg fyrir sjúkrahúsinnlagnir.  Nú sé verið að gefa viðkvæmum hópmum aukaskammt bóluefnis og fljótlega verða börn á aldrinum 12-15 ára bólusett.

Ekki sé ljóst hvort það muni duga til koma í veg fyrir að Landspítalinn hætti að ráða við aðstæður. Ef þau skilaboð berist frá spítalanum um að neyð sé komin upp mun Þórólfur leggja til hertar aðgerðir.

„Þá sé ég ekki annað í stöðunni en að ég þurfi að leggja til við heilbrigðisráðherra um að grípa þurfi til hertra aðgerða innanlands sem við vitum að hafa skilað okkur árangri fyrr í þessum faraldri “

Segir Þórólfur að þetta sé líklega að fara að gerast fyrr frekar en síðar.

Nú þurfi líka að horfa til framtíðar og gera langtímaaform og hefur Þórólfur skilað tillögum hvað það varðar til stjórnvalda. Það sé þó stjórnvalda að ákveða hvernig farið verði með þær tillögur.

„Staðan í dag er þannig ekkert sérstaklega skemmtileg“

Þórólfur segir að við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að faraldurinn er að fara að fylgja okkur næstu mánuði og jafnvel næstu ár.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“
Fréttir
Í gær

Tryggja eflir teymið með þremur nýjum lykilráðningum

Tryggja eflir teymið með þremur nýjum lykilráðningum
Fréttir
Í gær

Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“

Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn einn rússneski herforinginn drepinn – Verður ekki sárt saknað af samherjum

Enn einn rússneski herforinginn drepinn – Verður ekki sárt saknað af samherjum