fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Leiðsögumenn reiðir yfir réttindalausum útlendingum: „Enn einu sinni er okkur refsað fyrir að vera Íslendingar“

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 12. ágúst 2021 13:18

Ferðamenn sem margir hverjir nýta sér þjónustu leiðsögumanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill hiti er í íslenskum leiðsögumönnum sem hafa greitt háar upphæðir fyrir meirapróf til að mega aka ferðamönnum um landið en þurfa að keppa við erlenda leiðsögumenn sem virðast, án afskipta eftirlitsaðila, fá að sinna sama starfi án aukinna ökuréttinda.

Fjöldi fólks hefur í dag tekið þátt í umræðum um málið í Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar en þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessi mál eru rædd þar.

Þarna bendir íslenskur leiðsögumaður á þennan mismun, en hún hafði hitt erlenda kollega sína sem hafi aðeins verið með venjuleg ökuskírteini þrátt fyrir að aka átta manna bílum með ferðamönnum um landið. „Hvernig má það vera að þetta standist lög? Gilda sitthvorar reglurnar fyrir leiðsögumenn eftir því hvar þeir búa?“ spyr hún.

Ljóst er að þetta stenst alls ekki lög og benda ýmsir á skýrsluna „Tillögur til skilvirkara eftirlits með erlendri og ólöglegri starfsemi í ferðaþjónustu“ sem Samtök í ferðaþjónustu létu vinna árið 2019.

Eftirlit í höndum lögreglu

Skýrslan var unnin vegna gruns um að umfangsmikil ólögleg starfsemi sem tengist erlendum aðilum í ferðaþjónustu þrífist hér á landi.

Í skýrslunni kemur skýrt fram að erlendir starfsmenn mega ekki vinna hér á landi meira en samanlagt 10 daga á hverju ári án þess að vera skráðir hjá Vinnumálastofnun og sýna fram á að laun eru samræmi við að minnsta kosti lágmarkslaun hér á landi. Þá mega erlendir bílstjórar ekki aka bifreiðum í atvinnuskyni án aukinna ökuréttinda, ekki frekar en íslenskir bílstjórar.

Í kafla skýrslunnar um erlenda fararstjóra, hópstjóra og bílstjóra er sérstaklega fjallað um hver eigi að sinna eftirliti með þessum þáttum og er það í hálfu lögreglu:

„Hver á að sinna eftirliti: Vinnumálastofnun, sem sér m.a. um útgáfu atvinnuleyfa og skráningu útlendinga á íslenskum vinnumarkaði, og vinnustaðaeftirlit stéttarfélaganna eiga að sinna eftirliti og bregðast við ábendingum. Vinnumálastofnun er heimilt að óska eftir aðstoð lögreglu við eftirlit. Lögregla sinnir eftirliti með ökuréttindum.“

Eftirlitinu virðist hins vegar var afar ábótavant og hver eftirlitsstofnunin vísar á aðra þegar bent er á brotalamir, og ýmsir lýsa reynslu sinni af því að vera hunsaðir þegar þeir tilkynna eftirlitsaðilum um brot.

Gripið til örþrifaráða

Margir leggja orð í belg í umræðunni og hér eru nokkur dæmi um upplifun fólks:

„Leiðsögumenn með réttindi og mikla reynslu eru hunsaðir og réttindalausir bílstjórar fengnir í jobbið. Þessi umræða hefur margsinnis komið upp og ef eitthvað er þá fjölgar þessi iðja ræningjanna.“

„Enn einu sinni er okkur refsað fyrir að vera Íslendingar.“

„Löggan og samgöngustofa hafa engan áhuga á þessu eins og dæmin sanna.“

Og margir eru orðnir ansi reiðir vegna ástandsins eins og tillaga eins mannsins gefur til kynna:

 „Þið getið bara króað af svona bíla og láta kalla til lögreglu.“

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Í gær

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum