fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

„Tölurnar þýða ekki það sama og í mars 2020” segir Katrín

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. ágúst 2021 08:00

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölurnar þýða ekki það sama og þær gerðu í mars 2020 og verða ekki túlkaðar eins, enda breytt hlutfall af alvarlegum veikindum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, um fjölda kórónuveirusmita í samfélaginu þessa dagana.

Morgunblaðið hefur þetta eftir henni. Haft er eftir Katrínu að hluti af þeirri stöðu sem nú er uppi snúist um hvernig heilbrigðiskerfið sé undir það búið að takast á við faraldurinn. Aðgerðir hafi verið hertar á landamærunum til að reyna að koma í veg fyrir að ný afbrigði berist til landsins. Einnig sé verið að vinna að því að styrkja Landspítalann og flýta örvunarbólusetningum. Þetta sé gert til að halda veikindum í lágmarki og tryggja um leið gangvirki samfélagsins.

Einnig er haft eftir Katrínu að nauðsynlegt sé að endurmeta það sem áður hefur verið gert því ekki sé öruggt að sömu aðgerðir virki núna og áður en bólusetningar hófust. Nú þurfi að horfa til þess hvaða vernd bólusetning veiti gegn veikindum og það hljóti að kalla á nýja nálgun.

Í gær sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að nú sé tímabært að reyna að ná fram hjarðónæmi gegn veirunni og því hyggist hann ekki leggja til harðar sóttvarnaaðgerðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni
Fréttir
Í gær

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“
Fréttir
Í gær

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm