fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Kristín hættir sem forstöðumaður Endurmenntunar HÍ vegna deilna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. ágúst 2021 08:00

Kristín Jónsdóttir Njarðvík flytur ávarp við útskrift hjá Endurmenntun HÍ. Mynd:Facebooksíða Endurmenntunar HÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok júní sagði Kristín Jónsdóttir Njarðvík skyndilega upp starfi sínum sem forstöðumaður Endurmenntunar Háskóla Íslands en hún hafði gegnt starfinu í 23 ár. Ástæða uppsagnarinnar er óánægja starfsfólks með stjórnunarstíl hennar og ágreiningur Kristínar við mannauðsskrifstofu HÍ um hvaða leiðir ætti að fara til að rannsaka rót vandans sem er sagður vera uppi í stofnuninni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Kristínu að Endurmenntunin hafi lent í rekstrarvanda vegna heimsfaraldursins og hafi hún verið beðin um að skoða hvernig væri hægt að lækka launakostnað. „Það voru teknar ákvarðanir varðandi starfslok og stjórnin studdi þær ákvarðanir,“ sagði Kristín um aðdraganda þeirrar óánægju sem kom upp eftir sparnaðaraðgerðirnar. Hún sagði jafnframt að rannsóknir sýni að einhver óánægja myndist alltaf þegar lykilstarfsmanni er sagt upp og að það hafi gerst í þessu tilfelli en óánægjuraddirnar komi aðeins frá litlum minnihluta starfsfólks Endurmenntunar. „Það er alltaf óvissa þegar fólki er sagt upp. Ég ákvað í samráði við stjórn að fara ákveðna leið í því að grennslast fyrir um þetta enn frekar. Fulltrúar úr stjórnsýslu innan háskólans höfðu áhuga á að fara aðra leið,“ sagði Kristín og bætti við að formaður stjórnar Endurmenntunar hafi bakkað hana upp gagnvart stjórnsýslunni, sem er mannauðsskrifstofa HÍ. „Mitt erindisbréf gengur út á það að ég stjórna og hef meðal annars mannauðsstjórnun á minni könnu. Þarna var sem sagt mismunandi áhersla á leiðir. Ég og stjórnin stóðum saman og ég ákvað bara að standa og falla með því og sagði starfi mínu lausu,“ sagði Kristín.

Hún mun þó ekki sitja aðgerðalaus því nokkrum dögum eftir að hún sagði upp var henni boðin staða framkvæmdastjóra hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna og tekur hún til starfa þar þann 23. ágúst næstkomandi.

Hún sagði að óánægja starfsfólks hafi fyrst komið upp í tengslum við sparnaðaraðgerðirnar og hafi starfsmannakannanir árum saman sýnt að starfsánægja var meiri en gengur og gerist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana