fbpx
Fimmtudagur 25.júlí 2024
Fréttir

DV kærir Landspítalann vegna upplýsingagjafar

Heimir Hannesson
Föstudaginn 6. ágúst 2021 11:30

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV hefur kært Landspítalann vegna synjunar um upplýsingar um bólusetningarstöðu þeirra sem leggjast inn á spítalann, bæði á gjörgæslu og á almenna Covid-19 deild, vegna veikinda af völdum Covid-19 sjúkdómsins.

Landspítalinn gaf það út í síðustu viku að þessar upplýsingar yrðu framvegis ekki veittar og hafa síðan synjað ítrekuðum óskum DV um slík tölfræðileg gögn. Þá hefur DV upplýsingar um það að öðrum fjölmiðlum hafi verið synjað um þessar upplýsingar.

Í röksemdarfærslu með kæru DV til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál segir meðal annars:

Óumdeilt er að upplýsingar um stöðu bólusetninga inniliggjandi sjúklinga á LSH eiga erindi við almenning. Um fátt annað er rætt þessa stundina en gildi, virkni og árangur bólusetningarátaks hins opinbera. Málið er í senn stærsta átakamál almennings og íslenskra stjórnmála, og hangir framtíð ákvarðanatöku stjórnvalda um svonefndar innanlandstakmarkanir, sem og aðgerðir á landamærunum, einmitt á því hvort hópur bólusettra á á hættu á að lenda inni á sjúkrahúsi eða gjörgæslu. Spurningin um hvort fólkið sem er að veikjast af völdum faraldursins sé bólusett eða ekki er því grundvallaratriði í upplýstri áframhaldandi umræðu um sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda.

Án slíkra upplýsinga er hætt við að geta almennings til þess að mynda sér sína eigin, sjálfstæða og upplýsta skoðun á aðgerðum stjórnvalda, sem margar hverjar takmarka grundvallarmannréttindi fólks til þess að koma saman, ferðast, fara út úr húsi, o.fl.,verði verulega takmörkuð.

Rök Landspítalans fyrir því að synja DV um umræddar upplýsingar snúa meðal annars að því að um persónugreinanlegar upplýsingar sé að ræða. Er því mótmælt í kærunni, enda aðeins tveir á gjörgæslu þegar ákvörðunin var tekin á aldrinum 40-70 ára, að því er kom fram í tilkynningu Landspítalans.

Á þeim tíma voru, samkvæmt upplýsingum á Covid.is, 86,2% þeirra sem þiggja máttu bólusetningu bólusettir og því gátu upplýsingarnar sem veittar voru átt við um 20 þúsund einstaklinga. „Það hlýtur að teljast fráleitt að ætla að upplýsingar sem geta átt við 20 þúsund einstaklinga séu sagðir persónugreinanlegar,“ segir jafnframt í kæru DV.

Þá voru slíkar upplýsingar veittar án athugasemda sjúklinga um skeið.

Er þess krafist að Úrskurðarnefnd um upplýsingamál geri Landspítalanum skylt að veita DV upplýsingarnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Siggi stormur furðulostinn yfir athæfi ferðamanna

Siggi stormur furðulostinn yfir athæfi ferðamanna
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Guðmunda hefur aldrei gleymt ungu stúlkunni sem sagði henni leyndarmál – „Oft fellt tár hennar vegna“

Guðmunda hefur aldrei gleymt ungu stúlkunni sem sagði henni leyndarmál – „Oft fellt tár hennar vegna“
Fréttir
Í gær

Tveir ókunnugir menn voru skráðir á heimili hennar – Ekki þarf að fá samþykki eiganda eignarinnar

Tveir ókunnugir menn voru skráðir á heimili hennar – Ekki þarf að fá samþykki eiganda eignarinnar
Fréttir
Í gær

Rússar bjóða íbúum Moskvu milljónir í vasann fyrir að skrá sig í herinn

Rússar bjóða íbúum Moskvu milljónir í vasann fyrir að skrá sig í herinn
Fréttir
Í gær

Sorg á Egilsstöðum – Mirabel fannst dáinn

Sorg á Egilsstöðum – Mirabel fannst dáinn
Fréttir
Í gær

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af