fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Þriðjungur landsmanna í frí til útlanda á árinu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. júlí 2021 08:00

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega þriðjungur landsmanna er búinn að fara í frí til útlanda á árinu eða ætlar að gera það. Aðeins sjö prósent eru búin að fara til útlanda á árinu en 28,2% ætla að gera það.

Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið. Fram kemur að 57,9% ætli ekki til útlanda á árinu og rúmlega 9% sögðust ekki vita hvort farið verði til útlanda á árinu.

Þeir launahæstu eru líklegri til að ferðast til útlanda en aðrir en að öðru leyti er frekar jöfn dreifing meðal allra þjóðfélagshópa.

Fólk á aldrinum 22 til 44 ára er síður líklegt til utanlandsferða en aðrir og íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru líklegri til að fara erlendis en fólk sem býr á landsbyggðinni. 45% höfuðborgarbúa eru búnir að fara í frí til útlanda á árinu eða ætla að gera það en hjá landsbyggðarfólki er hlutfallið 29%.

Úrtakið var 2.600 manns, 18 ára og eldri. Svarhlutfallið var 52% og voru svörin vegin eftir kyni, aldri og búsetu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér
Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn banaði eiginkonu sinni og sagður ekki hafa brotið lög áður – Fékk dóm fyrir íkveikju árið 1992

Þorsteinn banaði eiginkonu sinni og sagður ekki hafa brotið lög áður – Fékk dóm fyrir íkveikju árið 1992
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði