fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Íhuga að sækja um ríkisstyrk vegna frestunar Þjóðhátíðar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 06:59

Mynd frá Þjóðhátíð í Eyjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðhátíðarnefnd er að skoða hvort sækja eigi um ríkisstyrk eftir að ljóst var að fresta verður Þjóðhátíð í Eyjum í ár en það er annað árið í röð sem fresta þarf hátíðinni.

Morgunblaðið hefur þetta eftir Herði Orra Grettissyni, formanni þjóðhátíðarnefndar. „Það er ómögulegt að segja hvort við fáum einhvern styrk frá ríkinu, en okkur fyndist það eðlilegt þegar lokað er á hátíðina með viku fyrirvara. Það er stjórnvaldsaðgerð og því hljóta yfirvöld að hafa tekið áhrifin af henni með í reikninginn. Ríkisstjórnin hlýtur að hafa gert það,“ er haft eftir honum.

Engir ríkisstyrkir fengust á síðasta ári vegna tekjutapsins en á móti kom að ÍBV, sem stendur fyrir hátíðinni, fékk styrki frá ýmsum aðilum. Vestmannaeyjabær styrkti félagið um 20 milljónir og nokkur stöndug fyrirtæki í bænum styrktu félagið einnig.

Hörður sagði að þessir styrkir hafi bjargað félaginu fyrir horn á síðasta ári og hafi það rétt svo náð að halda velli.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sagði mikið áfall að fresta þurfi hátíðinni annað árið í röð. Hún sagði ekki byrjað að ræða hvort bæjarfélagið þurfi að styrkja ÍBV til að hægt verði að halda uppi barna- og unglingastarfi. Hún sagði að ríkið hafi ekki komið neitt að málum á síðasta ári en henni finnist eðlilegt að ÍBV ræði við ríkið nú því aðstæðurnar séu allt aðrar en á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening
Fréttir
Í gær

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera
Fréttir
Í gær

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út
Fréttir
Í gær

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“