fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fréttir

Úlfúð vegna skopmyndar í Morgunblaðinu – „Falsfréttir á sterum. En Mogginn er geim“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 10:34

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umdeildi skopmyndateiknarinn Helgi Sig teiknaði mynd sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Teiknarinn virðist ekki vera mjög hlynntur bólusetningum, en myndin virðist hreinlega mæla gegn þeim. Yfirskrift myndarinnar er: „Glæpur gegn mannkyni fyrir allra augum?“, en á henni má sjá risastóra bólusetningarsprautu stingast í gegn um manneskju sem spyr sig: „Verður maður ekki að treysta „sérfræðingunum“?“.

Ekki eru allir sáttir með myndina, en Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans gagnrýnir myndina á Twitter. Þar bendir hann á að myndin sé í takt við samsæriskenningar er varða bólusetningar, en ekki endilega í samræmi við vísindin. Hann segir að myndin ýti undir falsfréttir og tekur fram að Morgunblaðið sé til í að birta myndina.

Blaðamaðurinn Helgi Seljan minnist einnig á myndina í færslu sinni á Twitter, sem hann kallar: „glæp gegn skopskyni fyrir fárra augum“. Hann deilir þá frétt frá The Guardian er varðar umdeilt lyf sem vísindamenn vilja ekki rannsaka af siðferðislegum ástæðum.

Myndin hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum og skapað miklar umræður. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem mynd frá Helga Sig vekur athygli, en DV tók saman umdeildustu myndirnar hans fyrr í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Tjáir sig um heilsufar Pútíns – „Hann deyr fljótlega“

Tjáir sig um heilsufar Pútíns – „Hann deyr fljótlega“
Fréttir
Í gær

Lærir íslensku með aðstoð gervigreindar

Lærir íslensku með aðstoð gervigreindar
Fréttir
Í gær

Hátt í 30 manns bjargað af Eyjafjallajökli

Hátt í 30 manns bjargað af Eyjafjallajökli
Fréttir
Í gær

5 gista fangageymslur eftir nóttina

5 gista fangageymslur eftir nóttina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að öll athygli verði á sér á stóru stundinni – ,,Þeir verða undir minni pressu“

Segir að öll athygli verði á sér á stóru stundinni – ,,Þeir verða undir minni pressu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Næstu dagar voru hræðilegir vegna fráhvarfseinkenna“

„Næstu dagar voru hræðilegir vegna fráhvarfseinkenna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn