Fyrir örskömmu kynnti ríkisstjórnin nýjar aðgerðir vegna fjórðu bylgju kórónuveirufarladursins hér á landi eftir ansi langan fund. Þar kom fram að nýjar takmarkanir munu taka gildi á miðnætti á laugardagskvöld.
Þar er um að ræða eins metra fjarlægðartakmarkanir og 200 manna samkomuhámark. Auk þess munu skemmtistaðir nú loka 11 á kvöldin og grímuskylda verður tekin upp við ákveðnar aðstæður, sem eftir á að útskýra nánar.
Fram kom að ágreiningur var á meðal ráðherra ríkisstjórnarinnar en lokaniðurstaðan var sú að gera litlar breytingar á minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.
Eflaust eru skiptar skoðanir á ákvörðun ríkisstjórnarinnar og því spyr DV lesendur sína: