fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Sverrir opnar Nýju Vínbúðina – „Ýtir undir heilbrigða samkeppni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýja Vínbúðin hefur nú rekstur en um er að ræða breska vefverslun sem þjónar íslenskum markaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá eiganda og framkvæmdastjóra Nýju Vínbúðarinnar, Sverris Einars Eiríkssonar.

Þar segir að verslunin bjóði upp á fjölbreytt úrval af öllum tegundum áfengis, hvort sem um er að ræða léttvín, bjór, sterkt áfengi, kampavín eða aðrar tegundir. Stefnt er að því að bjóða upp á um 1.500 vörutegundir fyrir lok sumars. Auk áfengis stefnir verslunin jafnframt að því að bjóða upp á óáfenga drykki og sælgæti.

Nýja Vínbúðin er með höfuðstöðvar í London í Englandi. Vöruhús verslunarinnar er hins vegar innan evrópska efnahagssvæðisins en vefverslunin þjónar íslenskum markaði, allar upplýsingar á síðunni eru á íslensku og verðlagning miðast við íslenskar krónur. Þá er tekið fram í tilkynningunni að í samræmi við lög séu vörur Nýju Vínbúðarinnar eingöngu afhentar þeim sem hafa náð aldri til að mega kaupa áfengi. Þá segir ennfremur:

„Allar vörur Nýju Vínbúðarinnar verða að jafnaði 10-30% ódýrari en í verslunum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins þar sem yfirbygging félagsins er mun minni og áhersla verður lögð á að þjóna viðskiptavinum með skilvirkari hætti en ríkisverslunin gerir. Nýja Vínbúðin býður upp á heimsendingu og afhendingu samdægurs á höfuðborgarsvæðinu sé pantað fyrir kl. 10.00 á daginn.“

Sverrir Einar Eiríksson. Aðsend mynd.

Í tilkynningunni segir eigandinn, Sverrir Einar Eiríksson, að verslunin hafi nú þegar fengið góðar viðtökur og hún svari þörfum fólks fyrir aukin þægindi:

„Það er ánægjulegt að hefja rekstur Nýju Vínbúðarinnar og verslunin hefur nú þegar fengið góðar móttökur. Íslendingar hafa búið við ríkiseinokun þegar kemur að verslun með áfengi en hafa, þrátt fyrir það, átt þess kost að versla við erlendar vefverslanir í rúman aldarfjórðung og fengið vörur sendar heim að dyrum. Fólk leitar almennt aukinna þæginda og leiða til að einfalda líf sitt. Nýja Vínbúðin svarar því kalli með þjónustu allan sólarhringinn, aðgengilegri síðu á íslensku og miklu og fjölbreyttu vöruúrvali. Opnun vefverslunarinnar ýtir undir heilbrigða samkeppni og styður bættan hag neytenda á öllum sviðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Í gær

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings
Fréttir
Í gær

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé