fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Íslendingur grunaður um morð í Bandaríkjunum – Talinn hafa sundurlimað líkið eftir ódæðið

Jón Þór Stefánsson, Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 09:00

Samsett mynd: Daníel Gunnarsson og borgin Ridgecrest

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur Íslendingur er í haldi lögreglu í Kaliforníu-fylki í Bandaríkjunum grunaður um að hafa orðið bekkjarsystur sinni að bana og limlest lík hennar í kjölfarið.

Hinn grunaði heitir Daníel Gunnarsson en hann hefur verið búsettur í borginni Ridgecrest í ríkinu gyllta undanfarin ár. Þangað flutti hann frá Íslandi ásamt móður sinni sem var af tékknesku bergi brotinn en faðirinn er íslenskur.

Daníel Gunnarsson

Blóðugur á vettvangi

Þann 18. maí síðastliðinn fann lögregla borgarinnar illa farið lík hinnar 21 árs gömlu Katie Pham. Líkið fannst í bílskúr við heimili stjúpföður Daníels og var Íslendingurinn, sem er fæddur árið 2000, handtekinn skömmu síðar með blóð á höndum og hálsi auk þess sem blóð fannst á buxum hans.

Áverkar á líki Pham voru miklir en meðal annars var hún með mörg stungusár á líkama og aftan á höfði. Þá leikur grunur að lík Pham hafi verið limlest eftir dauða hennar. Talið er að Daníel hafi notað ísnál við verknaðinn.

Katie Pham

Áttu í ástarsambandi

Pham og Daníel þekktust ágætlega en þau höfðu verið bekkjarfélagar í Burroughs High School þaðan sem þau útskrifuðust árið 2018.

Stjúpfaðir Daníels á að hafa tjáð lögreglu að þau hafi átt í stuttu ástarsambandi. Morguninn áður en morðið átti sér stað hafi hann heyrt að þau væru hætt saman.

Svæðismiðill NBC, KGET 17, hefur fjallað mest um ódæðið en aðkoma lögreglu að vettvangi var lýst sem „blóðugum morgni“. Hefur miðillinn meðal annars varpað fram þeim möguleika að Daníel hafi framið morðið vegna þess að Pham vildi ekki alvarlegt ástarsamband með honum.

Játaði sök

Daníel hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn á vettvangi glæpsins. Næsta vitnaleiðsla í máli hans mun fara fram í ágúst byrjun. Í umfjöllun KGET 17 kemur fram að andleg heilsa hans sé til skoðunar og að læknar hafi fyrr í sumar óskað þess að réttarhöldum yfir honum verði frestað svo hægt væri að verja meiri tíma í að meta hana. Sú beiðni var samþykkt og munu sálfræðingar meta andlegt ástand Daníels.

Í gæsluvarðhaldi á Daníel að hafa játað á sig morðið. Þegar rannsóknarlögregluþjónn spurði hann hvað hafði gerst við Pham á hann að hafa svarað: „Ég drap hana.“. Þegar hann var spurður út í höfuðáverka hennar hafi hann svarað: „Ég veit ekki, ég hlýt að hafa mölvað á henni höfuðið“ notandi ísnál.

Réttlætinu verði fullnægt

Svæðismiðlar greindu frá því að samfélagið í Ridgecrest hefði verið lamað af sorg eftir að fréttir af ódæðinu spurðust út. Hundruðir einstaklinga mættu á minningarathöfn um Katie Pham sem fjölskylda og vinir hennar stóðu fyrir. „Ég elskaði Katie af öllu mínu hjarta og ég veit að hún vissi það,“ sagði faðir hennar, Thomas Pham, í minningarorðum sínum.

„Eina huggun okkar er að réttlætinu verði fullnægt svo að Katie geti hvílt í friði og samfélagið andað léttar,“ sagði Thomas.

„Þetta er sorglegur tími fyrir fjölda fólks,“ sagði Kurt Rockwell, frændi Katie. „Hún var yndisleg og sérstök stúlka. Þessi mikla sorg mun ekki fara svo glatt en með hjálp hvors annars getum við reynt að láta sárin gróa,“ sagði Rockwell og hélt áfram.

„Þetta var hræðilegur atburður á marga vegu. En við verðum að elska hvort annað, kannski jafnvel Gunnarsson því að hann á erfiða vegferð fyrir höndum,“ sagði frændinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka
Fréttir
Í gær

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“