fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fréttir

Grímuskylda í Læknasetrinu

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 10:50

Læknasetrið í Mjódd Mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær 20. júlí var sett grímuskylda og eins metra regla í Læknasetrinu í Mjódd, sem er ein stærsta læknastöðin í Reykjavík. Þar er aðallega sinnt sjúklingum með lyflæknisfræðileg vandamál eins og til dæmis hjartasjúkdóma, lungnasjúkdóma, innkirtlasjúkdóma og fleira. Allt eru þetta sjúkdómar sem geta aukið áhættu þeirra sem þá hafa við Covid sýkingu.

Sjúklingar þurfa að nota handspritt þegar þeir koma í nýtt herbergi á stöðinni og munu læknar og starfsfólk spritta hendur milli sjúklinga. Búnaður verður einnig sprittaður og þveginn eins og þarf.

Þetta er gert vegna mikillar fjölgunar smita seinustu daga en í fyrradag greindust 38 smit innanlands. Búið er að herða aðgerðir á landamærum örlítið en nú þurfa bólusettir að skila inn neikvæðu PCR-prófi til að fá inngöngu í landið. Ekki er búið að herða takmarkanir innanlands.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“
Fréttir
Í gær

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Akranes tekur milljarð í skammtímalán

Akranes tekur milljarð í skammtímalán
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“