fbpx
Laugardagur 02.nóvember 2024
Fréttir

Heiða segir að ákvörðunin um að spila ekki Ingó hafi eingöngu verið sín – „Ég vil ekki vera sú manneskja sem særir þolendur kynferðisofbeldis“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. júlí 2021 19:59

Heiða Eiríksdóttir. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiða Eiríksdóttir, tónlistarmaður og dagskrárgerðarmaður á Rás 2, kom sér undan því að leika óskalög með Ingó Veðurguð sem innhringjendur í þáttinn Næturvaktin báðu um síðastliðið laugardagskvöld. Málið hefur vakið töluverða athygli en DV greindi frá því í morgun:

Sjá einnig: Báðu Heiðu á Rás 2 um að spila Ingó Veðurguð í beinni

Heiða var ekki tilbúin að spila tónlist með Ingó á meðan mál hans liggja ekki ljós fyrir. Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri Rásar 2, sagði í samtali við Vísir.is í dag að ekki liggi fyrir nein stefna sem lýtur að því að lög með Ingó séu ekki leikin á Rás 2. Slíkt sé ákvörðun hvers og eins dagskrárgerðarmanns.

Heiða ræddi málið við DV í kvöld og sagðist ekki hafa hugmynd um afstöðu annarra dagskrárgerðarmanna Rásar 2 í málinu en hennar afstaða er skýr:

„Á meðan við vitum ekki meira um þessi mál og Ingó tjáir sig ekki sjálfur heldur sendir bara kröfubréf, þannig að við vitum ekki hvað gerðist, þá vil ég ekki vera sú manneskja sem spilar tónlist sem mögulega særir þolendur kynferðisofbeldis. Mig langar ekki að vera sú manneskja. Þetta er gert af heilindum gagnvart þolendum.“

Heiða segist ekki taka afstöðu með eða á móti Ingó. „Ég vil bara að hlutirnir fái að komast  aðeins betur í ljós. Það er afskaplega líklegt að við komum til með að vita meira um þetta mál í framtíðinni, þangað til segi ég, dokum aðeins við með þetta og ég minni líka á að það er enginn í áskrift að stefgjöldum,“ segir Heiða og bendir á að hún hafi sjálf neitað að spila lög sem hún hefur sungið sjálf í þættinum þó að beðið hafi verið um þau, hún ekki sé eðlilegt að hún spili lög með sjálfri sér.

Aðspurð segir Heiða að henni þyki líka óþægilegt að spila tónlist með Michael Jackson. Rétt eins og með Ingó kunni sú afstaða að breytast í framtíðinni ef nýjar upplýsingar koma fram. Þá segir Heiða í óspurðum fréttum að henni þyki óþægilegt að spila tónlist með Hallbirni Hjartarsyni kántríkóngi frá Skagaströnd og hún verði ekki við því. Hallbjörn hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot.

Fólk eigi ekki að nota útvarpsþætti undir ákveðna pólitík

„Það er bara svo mikil umræða í gangi um hvað réttarkerfið er ekki að þjóna þolendum ofbeldis eins og það ætti að gera, þannig að þar til við erum komin með betri aðstöðu til að vinna úr svona málum og umræðan er svona eldfim þá finnst mér ekki rétt að nota útvarpsþætti til að koma ákveðinni pólitík á framfæri,“ segir Heiða en hún grunar einn hlustanda frá síðastliðnu laugardagskvöldi um að hafa verið að biðja um lög með Ingó í einhvers konar stuðningsskyni við hann.

„Ég bíð svo bara eftir því hvað gerist næsta laugardag því þá verður þátturinn aftur á dagskrá. Ef það hringja 100 manns og biðja um lag með Ingó þá verður það að vera aftur nei hjá mér – ekki nema það komi fram upplýsingar í vikunni sem breyti stöðunni og ég ætla ekki að útiloka það.“

„Ég þekki margar konur sem hafa lent í erfiðleikum og það er svo margt sem getur virkað sem trigger og að vera manneskja í beinni útsendingu sem lætur einhverjum líða illa, það er staða sem ég vil komast hjá,“ segir Heiða ennfremur og bendir jafnframt á að þetta sé ríkisútvarp, útvarp allra landsmanna, en ekki einkarekin stöð, og það geri ábyrgðina enn meiri.

Hvetur netverja til að slaka á

Heiða hefur fengið það óþvegið í kommentakerfum netmiðla í dag og á samfélagsmiðlum og hefur verið kölluð öllum illum nöfnum. „Ég er búin að lesa þessi komment. Fólk hefur alltaf ofboðslega miklar skoðanir á öllum. En vitið, ég er ekki svona slæm, ég er bara góð stelpa,“ segir hún og ítrekar að hún sé ekki að taka afstöðu með eða á móti Ingó, hún sé bara að fyrirbyggja mögulega hættu á að særa þolendur, þar til málin skýrast betur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maðurinn sem er grunaður um að hafa banað móður sinni í Breiðholti úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald

Maðurinn sem er grunaður um að hafa banað móður sinni í Breiðholti úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald
Fréttir
Í gær

Efni sem valda krabbameini og ófrjósemi fundust í snyrtivörum – Eilífðarefni í vörum Sephora og Kiko

Efni sem valda krabbameini og ófrjósemi fundust í snyrtivörum – Eilífðarefni í vörum Sephora og Kiko
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjúkrunarfræðingar kæra launamun: „Það er 2024 og við erum stödd þarna“

Hjúkrunarfræðingar kæra launamun: „Það er 2024 og við erum stödd þarna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar furðar sig á viðbrögðunum: „Elín Margrét lét þá ekki slá sig út af laginu“

Sigmar furðar sig á viðbrögðunum: „Elín Margrét lét þá ekki slá sig út af laginu“