fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Gistihússeigandi segir að Snapchat-perrinn Hörður sé í afneitun – „Einhvers staðar verða vondir að vera“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 10:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann sér ekki að hann sé að gera neitt rangt. Það er alveg furðulegt. Við vorum að spjalla eitthvað og ég sagði honum að hann gæti ekki verið hérna, það væru myndir af honum í blöðunum, meira að segja af typpinu á honum. Hann sagði að þetta væri bara kjaftæði,“ segir eigandi gistihúss í Reykjavík en þar dvaldist Hörður Sigurjónsson um þriggja vikna skeið fyrr í sumar. Hörður hefur verið mikið í fréttum vegna kynferðislegrar áreitni sinnar við börn í gegnum samfélagsmiðilinn Snapchat en þar hefur hann klæmst með grófum hætti við börn niður í 12 ára aldur.

Hörður er 64 ára gamall fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður. Árið 2006 lenti Hörður í tálbeitugildru sjónvarpsþáttarins Kompáss en þá reyndi hann að hitta 13 ára stúlku. Í nóvember árið 2009 var hann handtekinn í Argentínu þar sem hann var með rúmlega fimm kíló af kókaíni í fórum sínum á alþjóðaflugvellinum í Buenos Aires.

Sjá einnig: Snapchat-perrinn er Kompásperrinn Hörður

Hörður hefur nokkrum sinnum verið handtekinn á árinu vegna kynferðislegrar netáreitni sinnar við börn og unglinga en hann hefur ávallt verið látinn laus að loknum yfirheyrslum. Í vor ræddi DV mál hans við Ævar Pálma Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Kom þar fram að lögreglan hefði ekki lagaheimildir til að krefjast gæsluvarðhaldsúrskurðar fyrir afbrot af þessu tagi.

Sjá einnig: Hörður áreitir börn áfram þrátt fyrir handtökuna

Sagður hafa áreitt mörg börn undanfarið

Undanfarið hefur borið mikið á tilkynningum og kvörtunum foreldra barna og unglinga undan áreitni Harðar. Hefur hann sent bæði afar ruddaleg og klámfengin skilaboð en einnig myndir af kynfærum sínum. Hörður er sagður hafa samband við börnin undir ýmsum nöfnum, þar á meðal sínu eigin, en til dæmis einnig undir nafninu Magnús Guðmundsson.

Faðir 12 ára stúlku segir hann hafa áreitt dóttur sínar gróflega og í FB-hópnum „Við birtum nöfn og myndir af dæmdum barnaníðingum“ birtir faðir einn skjáskot af klámfenginni áreitni Harðar og segir: „Veit einhver hér hvaða kvikindi þetta er? Var að senda 14 áta dóttur minni þetta.“

„Hann afneitar að hann sé að gera eitthvað rangt. Honum finnst bara allt í lagi að reyna við einhverja unglinga,“ segir gistihússeigandinn fyrrnefndi. Hörður dvaldist á gistiheimilinu síðustu vikuna í maí og tvær vikur inn í júní. „Ég bað hann um að fara, hann fór fljótlega upp úr því, þetta var orðið vandræðalegt eftir að löggan kom hingað í annað skiptið að sækja hann.“

Maðurinn telur að Hörður búi núna í gistiskýli. Hörður segist hins vegar eiga eiginkonu í Brasilíu og ætlar út til hennar í lok ágústmánaðar næstkomandi. Gistihússeigandinn segir fremur sjaldgæft að fólk dveljist vikum saman á staðnum líkt og Hörður gerði í vor, algengasti dvalartíminn sé tveir sólarhringar. „Fólk býr ekki á gistihúsum, það er að redda sér í nokkra daga en það er einn og einn sem ílendist í tvo, þrjá mánuði, en það er sjaldgæft.“

Aðspurður hvort það hafi verið óþægilegt að uppgötva að hann væri að hýsa barnaníðing segir maðurinn nei. „Nei, það er alls konar fólk í heimnum. Ekki það að ég vilji hýsa barnaníðing en einhvers staðar verða vondir að vera. En það var ekki bara ég sem fannst þetta ekki í lagi, fólk hérna var að tala um þetta hér og fannst þetta ekki í lagi. Ég man eftir fyrsta samtalinu hérna við hann og þá var hann að tala um „pussur“ og eitthvað svoleiðis. Var með eitthvert svona klámrugl.“

Gistihússeigandinn segir að honum hafi ekki virst Hörður vera í óreglu, hann virtist ekki undir áhrifum fíkniefna né var hann drukkinn.

 

DV ræddi við Hörð – Sjá hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við