fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Banamaður Daníels flúinn úr landi – „Hvað þurfum við að þjást mikið? Hvenær fær Danni réttlæti?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 16:46

Daníel Eiríksson. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmenskur maður sem talinn er hafa orðið Daníel Eiríkssyni að bana á föstudaginn langa hefur flúið land þrátt fyrir að hafa verið úrskurðaður í farbann til 1. september. Hann er sagður hafa komist úr landi á fölsuðum skilríkjum en lögregla staðfestir það ekki í samtali við DV.

Daníel Eiríksson fannst illa leikinn á jörðinni fyrir utan heimili sitt í Kópavogi á föstudaginn langa, þann 2. apríl síðastliðinn, aðeins tveimur klukkustundum áður en hann átti að mæta í viðtal hjá ráðgjafa í aðdraganda innlagnar inn á meðferðarheimilið Vog. Daginn eftir, þann 3. apríl, var Daníel úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi.

Daníel var þrítugur að aldri en hann yrði 31 árs þann 19. október næstkomandi. Daníel hafði glímt við fíknivandamál en hafði náð mjög góðum tíma þar sem hann var án hugbreytandi efna í sjö mánuði með unnustu sinni og framtíð þeirra var björt. En hann féll sólarhring áður en hann lenti í atvikinu á föstudaginn langa.

Daníel lét lífið í átökum við mann sem kom að heimili hans í Kópavogi í þeim tilgangi að selja honum fíkniefni til neyslu. Er maðurinn, sem er rúmenskur, kom á vettvang og áttaði sig á því hver átti í hlut, vissi hann upp á sig sökina, en Daníel og maðurinn höfðu átt í deilum áður þar sem Daníel sakaði manninn um að stela af sér verðmætum.

Bíll mannsins kom við sögu í dauða Daníels og hefur Rúmeninn staðhæft að um slys hafi verið að ræða. Daníel hafi hangið utan á bílnum og fallið í jörðina þegar maðurinn ók burtu.

Ástvinir  Daníel leggja engan trúnað á þann framburð mannsins að þetta hafi verið slys. DV ræddi við fjölskylduna í vor. Unnusta Daníels, Lilja Björg Randversdóttir, sem kom að Daníel eftir atvikið, sagði: „Í þessum heimi  er ekkert svona óvart slys. Það sem lögreglan segir mér að hafi gerst stenst bara engan veginn en hann var með mikla áverka. Hann var út úr heiminum þegar ég kom að honum en var með lífsmarki. Svo ég fékk ekki einu sinni að kveðja hann. Ég heyrði í löggunni í gær og þau gefa lítil svör. Mér finnst eins og löggan nenni lítið að gera, kannski eru það fordómar hjá henni af því fíkniefni tengjast málinu.“

Lilja bendir á að Daníel var með mikla áverka á höfðinu (blóð) og var viðbeinsbrotinn. „Ég veit hvar hann lá og það stenst engan veginn að um slys hafi verið að ræða. Ef hann Danni hefur hangið utan á bílnum þessa stuttu vegalengd á svæðinu þá hefði hann klárlega ekki fengið þessa gríðarlegu miklu höfuðáverka og viðbeinsbrotnað.“

Veifar seðlum á samfélagsmiðlum

Það kom einnig fram í spjalli við ástvini Daníels í vor að Rúmeninn hefði ekki sýnt neina iðrun eftir verknaðinn. Iðrun er víðsfjarri framgöngu hans á samfélagsmiðlum undanfarið, til dæmis Tik-tok, en þar hefur hann sést veifa evruseðlum, háum upphæðum, sem fjölskyldan telur að hann afli sér með fíkniefnasölu. Hafa þau sýnt DV meintan reikning mannsins á samskiptaforritinu Telegram þar sem þau segja að hann stundi fíkniefnasölu. Þetta getur DV ekki sannreynt.

Maðurinn hefur verið mjög virkur á samfélagsmiðlum undanfarið, til dæmis Facebook og Instagram, auk Tik-tok.

Ástvinir Daníels segja að lögregla hafi staðfest við þau að maðurinn hafi komist úr landi og lögreglumenn sem voru í sambandi við fólkið sögðust vera miður sín yfir því.

„Við eigum von á honum aftur“

DV náði sambandi við Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjón hjá Miðlægri rannsóknadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum upplýsingar um að hann hafi farið utan og get staðfest það,“ segir Margeir en vildi að öðru leyti ekki láta mikið eftir sér hafa um málið.

„Við eigum von á honum aftur en ég hef svo sem ekki meira um það að segja,“ segir Margeir.

Spurði blaðamaður þá hvort maðurinn hefði verið handtekinn erlendis. „Neinei, ég sagði það aldrei, ég sagði bara að við ættum von á honum aftur.“

Margeir sagðist ekki kannast við að maðurinn hefði farið út á fölskum skilríkjum en vildi ekki útskýra hvernig maður í farbanni færi úr landi á eigin skilríkjum. Við ítrekuðum spurningum blaðamanns um þetta sagði Margeir: „Veistu, við eigum von á honum aftur og ég ætla ekki að tjá mig frekar um málið í sjálfu sér.“ – Vildi Margeir ekkert segja um það hvort framsalssamningar milli landa komi hér við sögu og ítrekaði svar sitt: „Við höfum upplýsingar um að hann hafi farið úr landi og við eigum von á honum aftur.“

„Allt okkar traust er farið“

„Það er greinilega ekki nógu vel fylgst með honum, það var búið að lofa okkur að lögreglan væri að fylgjast með ferðum hans á meðan hann væri i farbanni. Svo flýr hann land eins og ekkert sé eðlilegra Allt okkar traust er farið,“ segir Guðný Sigríður Eiríksdóttir, systir Daníels heitins, í samtali við DV.

„Þetta á ekki að gera gerst! Þetta er algjörlega út í hött. Þessir glæpamenn koma inn og út úr landinu með fölsuðum skilrikjum,“ segir Guðný enn fremur. „Hann er með milljónir á sér og er að auglýsa það á samfélagsmiðlum. Hann er ekki að vinna hér á landi en er líklega að selja eiturlyf.“

Lilja Björg Randversdóttir, unnusta Daníels heitins, segir: „Sakna hans svo. Sárt að þurfa að díla við þennan mikla missi og líka þetta óréttlæti. Hvað þurfum við að þjást mikið? Hvenær fær  Danni réttlæti? Hvað á maður að þurfa að treysta lengi að löggan sé að vinna sína vinnu. Gaurinn flassar endalaust á samfélagsmiðlum og er farinn úr landi! Erum við ekki búin að þjást nóg? Á erfitt með að treyta ninu lengur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Í gær

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Í gær

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Í gær

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný