fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Ávinna sér ekki bótarétt fyrir þátttöku í „Hefjum störf“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem hafa verið ráðnir til starfa í gegnum „Hefjum störf“ átak Vinnumálastofnunar ávinna sér ekki bótarétt á þeim tíma sem þeir sinna starfinu sem þeir eru ráðnir í. Rúmlega 4.500 manns hafa fengið vinnu í gegnum átakið en því er ætlað að skapa tímabundin störf í samvinnu við atvinnulífið, opinberar stofnanir, sveitarfélög og félagasamtök.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Ráðningarstyrkir eru veittir til að hægt sé að ráða fólk til starfa. Samkvæmt reglugerð um ráðning atvinnuleitenda með styrk úr Atvinnuleysistryggingasjóði er Vinnumálastofnun heimilt að gera samning við „fyrirtæki, stofnun eða frjáls félagasamtök um ráðningu atvinnuleitanda, sem telst tryggður innan atvinnuleysistryggingakerfisins“. En á þeim tíma sem atvinnuleitandinn gegnir starfinu ávinnur hann sér ekki bótarétt.

Aðspurð sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, ekki gott að segja hvort þetta hafi áhrif á hvort fólk þiggi störfin síður eða þiggi frekar önnur störf sem eru ekki í gegnum átakið. Hún benti á að bótarétturinn geymist óbreyttur á meðan fólk tekur þátt í átakinu og að líklega geri fæstir þeirra sem fá vinnu í gegnum átakið ráð fyrir að þar sé um framtíðarstarf að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur