fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Sjáðu myndirnar: Mýflugur herja á sumarbústað á Suðurlandi – „Vitum hreinlega ekki hvort við getum verið hérna lengi“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 9. júlí 2021 20:30

Samsett mynd - Sumarbústaðurinn tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarbústaður karls og konu í Landsveit á Suðurlandi er nú undir árás mýflugna. Líklega er það annað hvort bitmý eða lúsmý sem stríðir parinu, en maðurinn hefur lent ansi illa í því. DV náði tali af konunni sem lýsti ástandinu sem er svakalegt.

Eflaust eru margir Íslendingar í svipaðri stöðu núna, og gæti saga þessa pars hjálpað til við að varpa ljósi á vandamálið.

Hún segir að áður fyrr hafi verið eitthvað um mýflugur og bit, en ekkert í líkingu við það sem nú er. „Við vitum hreinlega ekki hvort við getum verið hérna lengi,“ segir hún.

Hér að neðan má sjá myndir af bitum sem maðurinn hefur orðið fyrir. Flugurnar virðast miklu frekar vilja bíta hann, en hana. Bitin eru á ýmsum stöðum, til dæmis undir skeggrótinni. Í eitt skiptið sofnaði hann í stól og vaknaði kraumandi í flugum. „Hann sofnaði í stól og vaknaði og þá voru þær út um allt. Hann vaknaði bara í veislu! Þær voru að halda veislu,“

Aðsend mynd – Hér má sjá bitsárin á manninum.

Þá hefur konan einnig deilt myndum úr gluggakistu í bústaðnum, en þar má sjá aragrúa af dauðum flugum. Sá fjöldi kemur þrátt fyrir að net séu í glugganum, flugurnar virðast einhvern veginn koma sér í gegn.

Aðsend mynd – Flugurnar í gluggakistunni

Það sem hræðir konuna hvað mest er hreinlega hvað gerist ef þróunin heldur áfram. Eitthvað hafi verið um bit síðustu ár, en þau virðast vera að færast í aukanna. „Maður hugsar bara: guð minn góður, hvernig verður þetta?“ Áður átti parið heima í Bretlandi, þar sem er talsvert heitara, en aldrei upplifðu þau svona.

Konan viðurkennir að hún sé enginn sérfræðingur í mýflugum, en það sé einnig hluti af vandamálinu: maður viti ekki alveg hvernig eigi að bregðast við. Hún heldur til dæmis að lítið virki að eitra fyrir flugunum og netið virðist ekki hjálpa mikið. Þá hafi ekki verið ljóst hvaða meðferð væri best til að bregðast við bitunum, en maðurinn hennar prófaði allskonar krem, en komast að lokum að því að kælikrem henti honum best.

Mýflugur sem þessar virðast þrífast hvað best í kring um vötn, en sumarbústaðurinn sem um ræðir er nálægt nokkrum lækjum.

Aðsend mynd – Hér er mynd af einni flugu í sumarbústaðnum

Kærustuparið hefur verið að vinna við pallasmíðar hjá bústaðnum, en þau þurfa að bera flugnanet, þar sem allt er morandi í flugum. Konan segir að sú skringilega staða sé komin upp að hún fagni því þegar það komi rok, því þá hverfi flugurnar. Það verður að teljast óvenjulegt, en líklega finnst flestum Íslendingum best hanga í bústað í sól og sumaryl. „Maður er bara alveg: vúhú það er rok!“ segir hún og hlær.

Aðsend mynd
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Í gær

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum