fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Heiðar og Snæbjörn biðjast afsökunar en gagnrýna um leið fréttaflutning DV – „Minntist ekki einu orði á samhengið“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 5. júlí 2021 17:17

Heiðar Sumarliðason (t.v.) og Snæbjörn Brynjarsson. Kynningarmynd fyrir þáttinn Eldur og brennisteinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Langar okkur fyrst af öllu að biðjast afsökunar á óvarfærnu orðalagi okkar,“ segja þáttargerðarmennirnir Snæbjörn Brynjarsson og Heiðar Sumarliðason í yfirlýsingu sem þeir hafa sent á DV. Snæbjörn og Heiðar stýra hinum hressilega hlaðvarpsþætti „Eldur og brennisteinn“ sem birtist á Vísir.is. Íþróttafréttamaðurinn Svava Grétarsdóttir gagnrýndi harðlega orðfæri þeirra félaga í þættinum, einkum þessi:

„Það er eins og þetta sé einhver íþrótt innfæddra að nauðga konum sem koma frá meginlandinu.“

DV greindi frá þessu fyrr í dag:

Sjá einnig: Svava hjólar í „mannvitsbrekkur“ í næsta herbergi

Um leið og þeir félagar biðjast afsökunar á óvarlegu orðalagi sínu benda þeir á að þeir hafi verið að vitna í orð annars aðila. Frétt DV hafi því slitið orð þeirra úr samhengi. Það sama gildir þá væntanlega um gagnrýni Svövu.

Yfirlýsing félaganna er eftirfarandi:

„Vegna fréttaflutnings af nýjasta þætti Elds og brennisteins langar okkur fyrst af öllu að biðjast afsökunar á óvarfærnu orðalagi okkar í þættinum. Við áttum að gæta orða okkar betur og biðjum við alla þá sem við höfum sært innilegrar afsökunar á því.

Við viljum aftur á móti benda á það sem ekki kom fram í fréttaflutningi DV af umræðu okkar, að þarna vorum við að tala um og vísa í bloggfærslu ónefnds framhaldsskólakennara og brottflutts Vestmannaeyings sem birtist á bloggvef Morgunblaðsins, og var lesin upp í þættinum. Þar lýsti hann ákveðnum aðförum innfæddra í Vestmannaeyjum, sem gengu út á að nauðga öldauðum konum og lét sem þetta hefði verið eitthvað sem þar var stundað. Orð okkar voru einungis túlkun á skrifum þessa manns frá árinu 2012.

Blaðamaður DV kaus hins vegar að líta algjörlega framhjá því og minntist ekki einu orði á samhengið.

Við skiljum hins vegar vel að Eyjamönnum hafi sárnað það hve óvarlega við orðuðum hlutina og eftir á að hyggja hefðum við átt að sleppa því að minnast á þennan pistil. Við áttum að tjá okkur af meiri varkárni og biðjumst innilegrar afsökunar á því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“
Fréttir
Í gær

Tryggja eflir teymið með þremur nýjum lykilráðningum

Tryggja eflir teymið með þremur nýjum lykilráðningum
Fréttir
Í gær

Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“

Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn einn rússneski herforinginn drepinn – Verður ekki sárt saknað af samherjum

Enn einn rússneski herforinginn drepinn – Verður ekki sárt saknað af samherjum