fbpx
Fimmtudagur 25.júlí 2024
Fréttir

Kattaelskendur bálreiðir út í Húsavík – „Fokk Húsavík. Ég ætla aldrei þangað“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 4. júlí 2021 12:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lausaganga katta hefur verið nokkuð til umræðu undanfarið, einkum vegna aðdáenda fugla sem kæra sig lítið um fjöruga loðbolta sem herja á fuglaflóru landsins yfir varptímann. Hafa verið ritaðar greinar vegna málsins þar sem menn velta fyrirsér hvort hreinlega ætti ekki að halda köttum inni.

Eins hafa óprúttnir aðilar tekið upp á því á sumum stöðum að eitra fyrir köttum með frostlegi, en rétt er að taka fram að slíkt athæfi telst dýraníð.

Nú hefur vaknað umræða inn á hópnum Kettir á Facebook, aðdáendur katta og allir dýravinir.Fyrst var greint frá málinu á Hringbraut

Þar vekur meðlimur athygli hópsins á því að lausaganga katta sé bönnuð í Húsavík.

„Mig langar helst að sniðganga Húsavík eftir fremsta megni. Ég var að komast að því að lausaganga katta sé bönnuð þar. Þvílík veruleikafirra.“

Málshefjandi segist vorkenna kattagendur á Húsavík sem og þeim köttum sem þar búa. Kettir hafi lifað í samlyndi og sátt við manninn í árþúsundir, á eigin forsendum og þjónað mikilvægum tilgangi.

Hátt í tvöhundruð manns eru búnir að bregðast við færslunni og hátt í hundrað skrifað þar athugasemd.

Á móti banni við lausagöngu katta

„Hætti við að fara þangað í fyrra þegar ég var fyrir norðan í fríi – bara út af þessu og ætla að sniðganga Húsavík aftur nú í sumar. Þetta er svo ömurlegt“, skrifar einn við færsluna.

„Það er grimmd við ketti að hafa þá í bandi og þar fyrir utan þá geta þeir ekki gert það gagn sem þeir gera. hefur nokkurt ykkar kattahatara velt fyrir ykkur hvernig músa og rottugangi er haldið í skefjum í bæjarfélögum ykkar?“, spyr annar.

„Vonandi munu Húsvíkingar drukkna í músum“ segir enn einn.

„Fokk Húsavík. Ég ætla aldrei þangað,“ skrifar einn ósáttur.

Fylgjandi banni

Þó eru skoðanir skiptar og í athugasemdum eru einnig þeir sem styðja bann við lausagöngu að tjá sig.

„Mér finnst þetta bara fínt! Megið alveg þræta fyrir því að þetta sé óeðlilegt eða „grimmd“ fyrir ketti, en það er fullt af góðum ástæðum fyrir að hafa þá ekki í lausagöngu,“ skrifar einn.

„Bíddu hvað er að því að hafa kött í taumi og mesta öryggið fyrir köttunn að ekki sé eitrað fyrir þeim,“ skrifar annar.

„Það væri draumur ef fleiri sveitarfélög tæku þetta til sín,“ skrifar enn einn.

Húsvíkingar tjá sig

Að sjálfsögðu eru líka Húsvíkingar í þessum hóp sem tjá sig um stöðu sína í bæjarfélaginu.

„Ég bý hér og flutti með útikött og honum líður svo vel eftir að við smíðuðum útibúr handa honum. Ég treysti ekki að hann sé úti laus og komist í eitur,“ skrifar einn Húsvíkingur.

„Þú þarft nú ekki að vorkenna neinum, bý í þessu sveitarfélagi og er kattareigandi. Það er enginnað fylgjast með lausagöngu katta og kettir eru úti allstaðar í sveitarfélaginu þannig að þetta er bara rugl regla. Allir kettir sem eru hérna fá að njóta veðurblíðunnar sem er núna,“ skrifar annar.

„Nokkrir í bæjarstjórn reyndu að fá þessu ruglaða banni hnekkt en það gekk því miður ekki,“ skrifar enn einn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Myndband sýnir hvernig árásin á Krít byrjaði – Emmanuel þurfti að fá súrefni í gegnum hálsinn

Myndband sýnir hvernig árásin á Krít byrjaði – Emmanuel þurfti að fá súrefni í gegnum hálsinn
Fréttir
Í gær

Rússar hyggjast banna ættleiðingar til Íslands þó þær séu engar

Rússar hyggjast banna ættleiðingar til Íslands þó þær séu engar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viðtal við Elon Musk um transmálefni vekur mikla reiði og umtal – „Ég missti son minn“

Viðtal við Elon Musk um transmálefni vekur mikla reiði og umtal – „Ég missti son minn“