fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Áttföld eftirspurn í hlutafjárútboði Play – Kynna niðurstöðuna í dag

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. júní 2021 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn lauk hlutafjárútboði flugfélagsins Play. Eftirspurnin í því var góð eða áttföld. Stefnt er að því að kynna niðurstöður útboðsins í dag. Alls bárust um 4.600 áskriftir að upphæð 33,8 milljarða króna.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Andra Ingasyni, sérfræðingi í fyrirtækjaráðgjöf hjá Arctica Finance sem sá um útboðið, að eftirspurnin hafi verið umfram væntingar. „Þetta er virkilega jákvætt og sýnir að fjárfestar, bæði almennir fjárfestar og fagfjárfestar, vilja taka þátt í þessari vegferð með okkur,“ er haft eftir honum.

Stefnt var að því að safna fjórum milljörðum króna. Stjórn Play fundaði í gærkvöldi til að fara yfir áskriftirnar. 6,7 milljarðar bárust í gegnum áskriftarleið A og rúmlega 27 milljarðar í gegnum áskriftarleið B.

Morgunblaðið hefur eftir Kristjáni Sigurjónssyni, ritstjóra ferðavefsins Túrista, að eftirspurnin sé áhugaverð í ljósi þess að félagið sé rétt farið af stað með rekstur. Spurning sé hvort þetta byggist á væntingum um að rekstur þess gangi vel eða hvort reiknað sé með að rekstur Icelandair komist ekki á sama skrið og áður var.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi