fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Hver er nýjasta tengdadóttir Íslands? – Mia Honey vill ekki nýta sér frægð móður sinnar Kate Winslet

Fókus
Sunnudaginn 27. júní 2021 20:00

Mia Honey Threapleton - Myndir: Twitter og IMDB

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mia Honey Threapleton er nýjasta tengdadóttir Íslands en hún er í sambandi með Íslendingnum Unnari Snæ Þorsteinssyni. Segja má að ástin hafi kviknað út frá vinskap mæðra parsins, Kate Winslet og Margrétar Dagmar Ericsdóttur. En hver er eiginlega þessi Mia Honey?

Mia er dóttir stórstjörnunnar og Óskarsverðlaunahafans Kate Winslet og fyrsta eiginmanns hennar, leikstjórans Jim Threapleton. Kate og Jim voru gift í aðeins þrjú ár, frá árinu 1998 til ársins 2001, en þau eignuðust Miu árið 2000. Mia var því einungis eins árs gömul þegar foreldrar hennar skildu. Mia á tvo hálfbræður, annars vegar Joe sem móðir hennar eignaðist með öðrum eiginmanni sínum, leikstjóranum Sam Mendes, og hins vegar Bear Blaze sem Winslet eignaðist með núverandi eiginmanni sínum Edward Abel Smith.

Þrátt fyrir að vera ein þekktasta leikkona heimsins hefur Kate varið fjölskyldu sína frá sviðsljósi fjölmiðla. Hún opnaði sig þó nýverið um dóttur sína í viðtali við skosku sjónvarpskonuna Lorraine Kelly. Þar sagði Kate að Mia væri nú þegar byrjuð að feta í fótspor móður sinnar sem leikkona og kom það mörgum í opna skjöldu.

Þar sem Mia kaus að nota eftirnafn föður síns hefur hún náð að halda sér að einhverju leyti undir radarnum í Hollywood. Ekki gera sér ekki allir strax grein fyrir því hver móðir hennar er og hún er ekki að flagga því. Kate segir til að mynda að Mia hafi fengið fyrsta hlutverk sitt í kvikmynd án þess að flagga því að móðir hennar er ein stærsta stjarna kvikmyndasögunnar. Unga stúlkan vildi einfaldlega næla sér í hlutverkið á eigin verðleikum. Þetta fyrsta hlutverk Miu var í ítölsku hryllingsmyndinni Shadows en myndin kom út árið 2020. Í myndinni fer Mia með hlutverk Ölmu, sem er ein af tveimur systrum sem lifðu af hörmulega atburði ásamt móður sinni.

Sjá einnig: Hollywood-stjarnan Kate Winslet á íslenskan tengdason – Sólskinsgeislarnir í Texas sáðu fræjum ástarinnar

Kate greindi einnig frá því í viðtalinu að Mia hafi verið að leika í sjónvarpsþáttaröð í Tékklandi. Það hlutverk á hún einnig að hafa fengið án þess að baða sig í frægðarsól móður sinnar. „Fólkið sem ákvað að ráða hana í þetta hlutverk vissu ekki að hún væri dóttir mín og það var mikilvægt fyrir sjálfstraustið hennar, að sjálfsögðu,“ sagði Kate í viðtalinu. Þá kemur fram að Kate hafi alltaf grunað að leikkona blundaði í dóttur sinni þó að sú þrá hafi brotist seint út.

Fyrsta verkefni Miu á hvíta tjaldinu fékk hún þó í gegnum móður sína. Það var þegar mæðgurnar léku saman í kvikmyndinni A Little Chaos. Kate lék eitt af aðalhlutverkunum í þeirri mynd en Mia fór með lítið aukahlutverk. Fyrir utan það hefur hún ekki eytt miklum tíma með móður sinni í vinnunni. „Ég eyddi í rauninni aldrei miklum tíma á setti í myndunum sem mamma var að leika í. Það var alltaf sérstakt tilefni þegar það gerðist,“ sagði Mia í viðtali við Variety.

Um sitt fyrsta kvikmyndahlutverk sagði Mia að hún hefði sóst eftir hlutverkinu eftir að hafa heillast af handriti myndarinnar. Hún hafi ekki lagt það niður fyrr en hún var búin að lesa það allt og það hefur talsverða þýðingu enda segir Mia vera lesblind og þarf hún því drjúgan tíma til að lesa texta.

Í viðtalinu kom svo fram að Mia hafi einbeitt sér að því að klára nám og hafi lokið því. Núna hafi hún því meiri tíma til að mæta í áheyrnarprufur og reyna að landa bitastæðum hlutverkum. Þrátt fyrir að ferill hennar sé rétt að byrja á hvíta tjaldinu þá hefur hún haldið sig við þá stefnu móður sinnar að halda sig fjarri sviðsljósinu og notar til að mynda ekki samfélagsmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur