fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Drægi rafbíla með minnsta móti hér á landi – Veðurfarinu er um að kenna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. júní 2021 07:59

Það er eins gott að muna að hlaða rafmagnsbíla reglulega.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í greiningu bílatryggingafyrirtækisins AE á drægi rafbíla á OECD-svæðinu kemur Ísland verst út. Í Reykjavík og Kópavogi er meðaldrægi Tesla Model 3 bíla 296 kílómetrar en íslensku staðirnir voru þeir einu sem voru með drægi undir 300 kílómetrum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að næstverstu staðirnir séu Tartu í Eistlandi, Helsinki og Espoo í Finnlandi og Osló í Noregi með 307 kílómetra meðaldrægi. Ástæðan fyrir þessu stutta drægi hér á landi er hitastigið en meðalhitinn er aðeins 4,3 gráður en þegar kalt er í veðri nota bílarnir meira rafmagn til að hita sig.

Mesta drægið var í Sydney í Ástralíu, Los Angeles í Bandaríkjunum og Aþenu í Grikklandi eða 351 kílómetra meðaldrægi og allt að 450 kílómetra drægi.

Fréttablaðið hefur eftir Sigurði Friðleifssyni, framkvæmdastjóra Orkuseturs, að þrátt fyrir þetta séu Reykjavík og Ísland mjög góður staður fyrir rafbílaeign. „Við búum í borgríki sem er einstakt í heiminum. Ísland er eina landið þar sem yfir 80 prósent búa á höfuðborgarsvæði. Þörfin til að fara mjög langt er því takmörkuð,“ er haft eftir honum.

Hann sagði að uppsetning hraðhleðslu- og millihleðslustöðva hafi gengið vel á landsvísu en öðru máli gegni um kortlagningu þessara stöðva því ekkert gott og aðgengilegt kort sé til yfir þær. Þetta valdi því að fólk sé óvisst um hvar þær eru og hvort það komist á leiðarenda á rafbíl án bensíns- eða dísilgeymis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður