fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Tengsl langvarandi verkja við lífshætti og heilsutengd lífsgæði rannsökuð

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. júní 2021 08:00

Verið er að rannsaka tengsl verkja og lífsgæða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tólf þúsund manns taka þátt í viðamikilli rannsókn á hvernig heilsutengd lífsgæði og lífshættir hafa áhrif á heilsu almennings hér á landi. Niðurstöðurnar verða birtar í haust.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Það er doktor Þorbjörg Jónsdóttir, lektor við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri, sem fer fyrir rannsókninni. Haft er eftir henni að verkir séu algengir meðal almennings og að verkir sem ekki eiga sér augljósa skýringu séu oft vanmetnir og vanmeðhöndlaðir. Þetta geti leitt til þess að þeir þróist yfir í langvarandi heilsufarsvandamál sem hafi neikvæð áhrif á lífsgæði fólks.

Spurningalisti hefur verið sendur til tólf þúsund manns en með honum er upplýsingum safnað um heilsutengd lífsgæði og þætti varðandi almenna lífshætti fólks. Þar á meðal eru atvinnuþátttaka, neysla tóbaks, áfengis og annarra vímuefna. Einnig er safnað upplýsingum um reynslu af langvinnum veikindum og streituvaldandi áföllum eins og slysum og ofbeldi.

Þátttakendur eru einnig spurðir um reynslu þeirra af verkjum, eðli og útbreiðslu þeirra, áhrif þeirra á daglegt líf og lífsgæði og aðgang þeirra og notkun á heilbrigðisþjónustu.

„Það vill oft verða þannig að þeir sem telja sig hafa einkenni þess sem verið er að rannsaka svari frekar en aðrir, en það er mikilvægt að fá svör frá sem fjölbreyttustum hópi,“ er haft eftir Þorbjörgu sem hvetur alla sem hafa fengið listann til að svara honum.

Reiknað er með að fyrstu niðurstöður liggi fyrir í haust og sagði Þorbjörg að þær muni auka þekkingu og skilning á tengslum verkja til lengri og skemmri tíma við ýmsa þætti í lífi fólks og að þetta nýtist við meðferð verkja. „Og til að fyrirbyggja að verkir þróist í að verða langvarandi heilsufarsvandamál,“ sagði hún einnig.

Að minnsta kosti 56 þúsund Íslendingar glíma við langvinn veikindi miðað við það sem kemur fram í nýlegri skýrslu starfshóps sem heilbrigðisráðherra fól að greina fjölda einstaklinga með langvinna verki. Um þriðjungur þessa hóps er óvinnufær. „Rannsóknir hafa sýnt að tengsl verkja og heilsutengdra lífsgæða og þróun langvinnra verkja er ekki línulegt samband orsaka og afleiðingar, heldur flókið og gagnvirkt samspil margra þátta í lífi einstaklingsins sem geta haft áhrif hver á annan. Margar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á tengsl verkja og ýmiss konar áfalla fyrr á ævinni, sem og ýmissa lífsstílsþátta. Ýmsir verkir tengdir blæðingum kvenna, fæðingum og tíðahvörfum geta einnig haft neikvæð áhrif á daglegt líf og heilsutengd lífsgæði,“ er haft eftir Þorbjörgu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu