Enginn hvítabjörn sást en út frá skoðun á vegsummerkjum í Hlöðuvík er ekki hægt að útiloka að þau séu eftir hvítabjörn. RÚV hefur eftir varðstjóra hjá lögreglunni að þessi ummerki séu fótspor og saur. Engin hafís er nú nærri Hornströndum en ís var þar fyrir tíu til fjórtán dögum.
Lögreglan hefur gert ráðstafanir til að láta fólk á svæðinu vita sem og ferðaþjónustuaðila.
Í Facebookfærslu lögreglunnar er fólk hvatt til að sýna aðgæslu og þeir sem höfðu sett stefnuna á ferð á svæðið beðnir um að bíða þar til gengið hefur verið úr skugga um að enginn hvítabjörn sé þar.
Uppfært klukkan 06:00
Lögreglan á Vestfjörðum hefur birt tilkynningu á Facebooksíðu sinni þar sem fram kemur að eftir eftirgrennslan og rannsóknir hafi allri leit að hvítabirni verið hætt. Ekki sé talið að um hvítabjörn sé að ræða.