fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Samfélagslegt ónæmi er að nást með bólusetningum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. júní 2021 09:00

Mynd: Stjórnarráðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagslegt ónæmi gegn COVID-19 er að myndast hér á landi með bólusetningum að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.  Hann segir mikilvægt að muna að faraldurinn sé ekki búinn og að ekki megi sofna á verðinum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Þessi smit sem eru að greinast bæði hér innanlands og á landamærunum eru ekki að dreifa úr sér, sem segir okkur að það er komið nokkuð gott samfélagslegt ónæmi,“ er haft eftir Þórólfi.

Hann segir mikilvægt að hafa í huga að faraldurinn sé ekki búinn og að ekki megi sofna á verðinum. „Fólk sem til dæmis er ekki fullbólusett þarf að gæta vel að sér að smitast ekki og ég tala nú ekki um þá sem eru óbólusettir,“ og benti á hversu mikilvægt það sé að allir hugi áfram að einstaklingsbundnum sóttvörnum. „Þá þurfum við að huga vel að okkur varðandi ný afbrigði, faraldurinn er í mikilli útbreiðslu í mörgum löndum, til dæmis í Bretlandi þar sem hann er í mikilli aukningu þannig að þetta er ekki búið þó að þetta gangi vel hjá okkur,“ sagði hann einnig.

Í dag verða um 10 þúsund bólusettir með bóluefni frá Janssen. Á morgun fá um 18 þúsund manns bóluefni frá Pfizer, þar af fá 8.500 manns fyrri skammtinn. Til stóð að bólusetja um 5 þúsund manns með bóluefni frá AstraZeneca í vikunni en þar er um seinni skammtinn að ræða fyrir viðkomandi. Það dregst þó fram yfir helgi þar sem afhending á efninu tefst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu