fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Baltasar varpar sprengju um Jón Viðar – „Þetta eru persónuárásir“

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 19. júní 2021 15:35

Baltasar Kormákur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baltasar Kormákur, kvikmyndaleikstjóri, gefur lítið fyrir gagnrýni Jóns Viðars Jónssonar, gagnrýnanda, sem hraunaði yfir nýjasta verkefni hans, sjónvarpsþættina Kötlu, sem voru frumsýndir á Netflix í vikunni.

Jón Viðar hakkar í sig Kötlu – Baltasar enginn Bergman og gefur tvo af tíu í einkunn

Baltasar heldur því nefnilega fram að Jón Viðar hafi óskað eftir að verða handritshöfundur þáttanna, er þeir hittust í sundi. Honum fannst það skrýtið vegna þess hve neikvæður Jón hefur verið í sinn garð, og þá hafi hann aldrei skrifað kvikmyndahandrit svo Baltasar viti til. Þetta kemur fram í viðtali á Vísi.

„Ég hitti hann í sundi af tilviljun og hann fór að ræða við mig og svo fór hann að bjóða fram krafta sína í skrifteymið þegar ég sagði honum að ég væri með þessa þætti í bígerð. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið því maðurinn hefur verið að rakka niður allt sem ég hef gert í fimmtán ár,“

„Ég auðvitað þáði það ekki. Í ljósi þessara árása skýtur þetta skökku við. Ég kom alveg af fjöllum að maðurinn vildi vinna fyrir mig, fyrst honum finnst ég svona lélegur og svo vissi ég ekki til þess að hann hafi skrifað eitt einasta kvikmyndahandrit þannig að ég veit ekki hvers vegna ég hefði átt að ráða hann,“

Baltasar vill meina að gagnrýni Jóns sé nær persónuárásum en eðlilegri gagnrýni. Þá heldur hann því fram að Jón sé í raun bara nettröll, sem hafi ekki einu sinni opinbera stöðu sem gagnrýnandi.

„Þetta er meira en gagnrýni, þetta eru persónuárásir og enginn rökstuðningur eða kafað neitt ofan í málið. Hann er í raun bara nettröll og þetta á ekkert bara við mig heldur við marga í bransanum, sérstaklega þá sem hafa notið árangurs erlendis,“

„Hann er ekki einu sinni með opinbera stöðu sem gagnrýnandi, hann er bara nettröll, af því að hann vann einu sinni gagnrýnandi virðist hann fá þetta ofboðslega pláss til að hrauna yfir fólk. Það er engin önnur stétt sem situr undir þessu,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Koma af fjöllum í máli Alfreðs: „Við erum al­veg blind gagn­vart geðsviði LSH“

Koma af fjöllum í máli Alfreðs: „Við erum al­veg blind gagn­vart geðsviði LSH“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ívar Orri kemur til dyranna eins og hann er klæddur – „Ef þú ert ekki sterkur þá ertu aumur“

Ívar Orri kemur til dyranna eins og hann er klæddur – „Ef þú ert ekki sterkur þá ertu aumur“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Óhugnanlegt myndband: Ungmenni á reiðhjólum börðu ökumann til óbóta

Óhugnanlegt myndband: Ungmenni á reiðhjólum börðu ökumann til óbóta
Fréttir
Í gær

Ólafur segir marga misnota veikindaréttinn: „Upp hafa komið hreint ótrúleg mál“

Ólafur segir marga misnota veikindaréttinn: „Upp hafa komið hreint ótrúleg mál“
Fréttir
Í gær

Inga María ekkja Egils Þórs varð hugsi yfir orðum sem féllu um hann í jarðarför hans

Inga María ekkja Egils Þórs varð hugsi yfir orðum sem féllu um hann í jarðarför hans
Fréttir
Í gær

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“