fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Siggi hakkari grunaður um stórtækt svindl í vöruúttektum – „Hann keyrir um á hvítri Teslu og er bara að taka út vörur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 16. júní 2021 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur fjölmörgum fyrirtækjum borist tölvupóstur sem sjá má á myndinni hér að neðan:

 

Eins og sjá má er sendandinn sagður vera Sigurður Guðlaugsson. Kennitalan sem nefnd er í tölvupóstinum er til en það er enginn virkur rekstur á bak við hana. Þeir sem hafa kannað starfsemi Meindýravarna Íslands hafa komist að raun um að hún er engin. DV hefur ekki tekist að ná sambandi við símanúmerið sem gefið er upp í þessum tölvupósti.

Tveir verslunareigendur, sem að hafa þekkst beiðnina um slík reikningsviðskipti, hafa haft samband við DV og sagt að maðurinn sem pantar vörurnar og kemur til að sækja þær sé Sigurður Þórðarson, öðru nafni Siggi hakkari. Siggi er margdæmdur fyrir fjársvik, tölvuglæpi og kynferðisbrot.

Verslunareigandi, sem fékk þennan tölvupóst, sendi DV skjáskot af honum. Hann segir að pósturinn hafi farið á fjölmörg önnur fyrirtæki.

Einn atvinnurekandi sem hefur haft samband við DV segist hafa heimildir fyrir því að lögreglan sé nú að rannsaka umfangsmikil svik Sigga sem snúist um vöruúttektir sem ekki séu greiddar, og teknar séu í nafni fyrirtækja sem ekki eru í neinum rekstri. Um sé að ræða verulegar fjárhæðir.

Annar verslunareigandi sem DV ræddi við bar kennsl á Sigga þegar hann kom til að sækja vörurnar og stöðvaði sá maður reikningsviðskiptin:

„Hann sendi beiðni um að koma í reikningsviðskipti undir heitinu „Meindýraeftirlit“. Svo sendi hann mér meil um miðja nótt og pantaði varning fyrir 300 þúsund krónur. Ég fletti upp þessi meindýraeftirliti og sé að það er ekkert að gerast í þessu félagi. Svo kemur maðurinn í verslunina og ég kíkti aðeins á hann. Hann var með grímu alveg upp að augum en samt sá ég að þetta var Siggi hakkari. Þetta er gæinn. Hann keyrir um á hvítri Teslu og er bara að taka út vörur,“ segir maðurinn, sem gaf afgreiðslumanni sínum merki um að afhenda ekki vörurnar.

Siggi sagðist þá ætla að koma síðar með peninga og fór burtu.

„Hann er með margar kennitölur, sumar eru farnar á hausinn,“ segir maðurinn.

Félag atvinnurekenda kannast við málið

DV hafði veður af því að þessi meintu fjársvik Sigga hakkara væru komin inn á borð hjá Félagi atvinnurekenda. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félagsins, segist kannast við mál sem bæði Siggi hakkari er talinn viðriðinn, en hugsanlega einnig aðrir aðilar, og snúist um reikningsviðskipti á fölskum forsendum, þar sem ekki stendur nein alvöru starfsemi á bak við aðilana sem kynntir eru og útilokað er talið að vörurnar verði greiddar. Hefur félagið gert lögreglu viðvart um þessa svikastarfsemi. Ólafur segir í skriflegu svari til DV:

„Við vitum af þessum málum, þar sem er reynt að svíkja út fé með því að óska eftir reikningsviðskiptum og höfum sent út viðvaranir til félagsmanna okkar. Við vitum ekki hvort allar þessar tilraunir tengjast téðum Sigurði, en klárlega einhverjar þeirra.

Leiðbeiningarnar sem við höfum gefið félagsmönnum okkar ættu að vera vinnuregla hjá fyrirtækjum þegar beðið er um reikningsviðskipti:

  • Félagsmenn séu meðvitaðir um að dæmi séu um að verið sé að nota a) fyrirtæki með gamlar kennitölur og með lánshæfismat frá CreditInfo og b) tilbúin eða starfandi húsfélög án tengsla umsækjenda við húsfélögin til að stofna til reikningsviðskipta í þeim tilgangi að taka út vörur en komast undan greiðslu reikninga.
  • Félagsmenn reyni að sannreyna hvort tengiliðsupplýsingar sem fylgja umsóknum um reikningsviðskipti séu raunverulegar, þ.e.a.s. með því að athuga hvort um sé að ræða virk símanúmer/netföng, hvort netfang tengist viðkomandi fyrirtæki/húsfélagi eða með öðrum ráðum.
  • Félagsmenn kanni hvort ársreikningur viðkomandi fyrirtækis beri þess merki að um sé að ræða fyrirtæki í rekstri, hvort sniðmát gefi tilefni til varúðar og hvort um sé að ræða endurskoðaðan/kannaðan ársreikning.“

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Óttast að frægasta ketti landsins hafi verið rænt – „Er fólk ekki i lagi, aumingja Diegó?“

Óttast að frægasta ketti landsins hafi verið rænt – „Er fólk ekki i lagi, aumingja Diegó?“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Leita að tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri – Annar dvaldi á Íslandi í leyfisleysi í rúm tvö ár

Leita að tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri – Annar dvaldi á Íslandi í leyfisleysi í rúm tvö ár