fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Gunnlaugur tapaði fyrir Borgarbyggð – Stefndi sveitarfélaginu vegna brottrekstrar úr bæjarstjórastóli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 16. júní 2021 18:30

Gunnlaugur Auðunn Júlíusson. Mynd: Daníel Rúnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Vesturlands sýknaði í dag sveitarfélagið Borgarbyggð af kröfum Gunnlaugs Auðuns Júlíussonar, fyrrverandi sveitarstjóra Borgarbyggðar, en hann var rekinn úr starfi í nóvember árið 2019. Brottrekstur Gunnlaugs var nokkuð harkalegur því honum var gert að yfirgefa skrifstofu sína tafarlaust og skila síma, tölvu og bíl sem hann hafði til umráða. Fékk hann greidd laun á uppsagnarfresti sem var þrír mánuðir.

Gunnlaugur krafðist ógildingar uppsagnarinnar og rúmlega 36 milljóna króna í skaðabætur.

Gunnlaugur var upphaflega ráðinn sveitarstjóri í mars árið 2016 og gilti sá ráðningarsamningur til loka yfirstandandi kjörtímabils sem var í lok júní 2018. Að loknum sveitarstjórnarkosningum sumarið 2018 tók meirihluti Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og VG við stjórn sveitarfélagsins. Í málefnasamningi nýja meirihlutans var kveðið á um að gengið yrði til samninga við Gunnlaug sem áframstarfandi sveitarstjóra. Var hann ráðinn til loka kjörtímabilsins, 2022.

Gunnlaugi var hins vegar afhent uppsagnarbréf í nóvember árið 2019 eftir að hann hafði skömmu áður hafnað að ganga til viðræðna um starfslokasamning. Af hálfu Borgarbyggðar var talið að Gunnlaugur hefði gerst sekur um trúnaðarbrest í tengslum við stjórnsýsluúttekt á sveitarfélaginu. Einnig hefðu Gunnlaugur og stjórnarmeirihlutinn ólíka sýn á stjórnun sveitarfélagsins, auk þess sem Gunnlaugi var brigslað um misbrest á verkstjórn sinni.

Gunnlaugur byggði kröfur sínar á því að sveitarfélagið hafi brotið með ólögmætum og saknæmum hætti gegn honum með því að segja honum upp störfum þar sem engar forsendur hafi verið að lögum til þess eða samkvæmt þeim samningum sem um starfssambandið giltu. Ákvörðun um uppsögn sé jafnframt ógild að stjórnsýslurétti.

Ráðningarsamningurinn gilti til fjögurra ára en í honum voru uppsagnarákvæði sem giltu fyrir báða aðila. Gunnlaugur taldi sig þó njóta verndar sem opinber starfsmaður gegn uppsögn samningsins og taldi hann uppsagnarákvæðin takmarkast af þeim aðstæðum að  meirihlutaskipti yrðu á kjörtímabilinu.

Ennfremur byggðu kröfur Gunnlaugs á því að honum hefði ekki verið sagt upp með viðeigandi formlegum hætti, þ.e. á fundi sveitarstjórnar, heldur hafi forseti sveitarstjórnar einfaldlega afhent honum uppsagnarbréf þann 12. nóvember 2019.

Skemmst er frá því að segja að dómurinn úrskurðaði að Borgarbyggð væri sýkn af kröfum Gunnlaugs. Í niðurstöðunum er  bent á að uppsagnarákvæði hafi verið í gildi í ráðningarsamningnum. Hvað varðar að uppsögn hans hafi ekki borið að með lögformlegum hætti bendir dómurinn á að uppsögnin hafi verið staðfest á sveitarstjórnarfundi eftir að honum hafði verið afhent uppsagnarbréfið. Hafi uppsögnin því tekið gildi frá og með þeim fundi.

Málskostnaður var felldur niður.

DV hafði samband við Gunnlaug og  spurði hvort hann hyggðist áfrýja. Sagðist hann ekkert geta sagt um það á þessu stigi málsins þar sem hann ætti eftir að fara yfir dóminn.

Dóminn má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“