fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

25.000 bóluefnaskammtar í vikunni – Töluvert um yfirlið í bólusetningum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. júní 2021 09:30

Bólusetning með Pfizer bóluefni í Laugardalshöll Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reiknað er með að 25.000 skammtar af bóluefni gegn kórónuveirunni berist hingað til lands í þessari viku. Í dag er reiknað með að 10.000 skammtar af berist frá Janssen. Á þriðjudaginn er von á tæplega 10.000 skömmtum frá Pfizer og frá Moderna er von á 5.000 skömmtum á miðvikudaginn.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að bæði verði endurbólusett í vikunni og bólusett eftir handahófsröðun. „Við óskum eftir því að þeir, sem koma og eiga strikamerki fyrir þann dag sem þeir mæta, komi á tilsettum tíma, þeir sem ekki mættu þann dag sem þeir voru boðaðir geta mætt eftir kl. 14 til þess að ekki verði of langar biðraðir,“ er haft eftir Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Hún ítrekaði að fólk sem á erfitt með gang láti vita af sér ef biðraðir myndast þannig að hægt sé að reyna að kippa því fram fyrir.

Hvað varðar yfirlið í tengslum við bólusetningu sagði hún að töluvert meira sé um að það gerist hjá yngri kynslóðinni en þeirri eldri. Hún hvatti fólk einnig til að borða og drekka áður en það mætir í bólusetningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít