fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Engin skrá um fljúgandi furðuhluti við Ísland

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. júní 2021 07:50

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluvert hefur verið rætt og ritað um fljúgandi furðuhluti að undanförnu í tengslum við væntanlega skýrslu bandarískra leyniþjónustustofnana um slík fyrirbæri en hún verður birt síðar í mánuðinum. Bandaríska varnarmálaráðuneytið, Pentagon, hefur viðurkennt að þar á bæ hafi verið rekið sérstakt verkefni  þar sem fylgst var með óþekktum fyrirbærum á himni og þau skráð.  Einnig hafa myndbönd, sem voru tekin upp af bandarískum herflugmönnum, vakið mikla athygli en á þeim má sjá flugför sem fljúga á hátt sem er gjörólíkur því sem við þekkjum og höfum tækni til að gera. Hér á landi er engin skrá haldin yfir tilkynningar um fljúgandi furðuhluti.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, að alltaf hafi tekist að skýra óþekkta hluti í íslenska loftrýminu og að ekkert hafi birst á ratsjá sem ekki hefur verið hægt að gera skil á. „Öll atvik eru tilkynnt til stjórnstöðvar NATO sem tekur ákvarðanir um hvað og hvort eitthvað sé gert,“ sagði hann.

Reglulega berast tilkynningar til Veðurstofunnar um torkennilega hluti á himni en ekki er haldið utan um fjölda þeirra. Í flestum tilfellum eru eðlilegar skýringar á því sem fólk sér. „Oftast er um óvenjulegt ljósbrot í skýjum að ræða og stundum eitthvað annað sem útskýrist af geimveðri, loftsteinum eða ferð reikistjarna eða gervihnatta,“ sagði Elín Björk Jónsdóttir, hópstjóri veðurþjónustu.

Lögreglunni berast einnig tilkynningar um einkennilega hluti eða ljós á himni en hún heldur enga sérstaka skrá yfir slíkar tilkynningar. Í svari Runólfs Þórhallssonar, yfirmanns greiningardeildar ríkislögreglustjóra, til Fréttablaðsins kemur fram að ef ástæða þyki til sé einhver sendur á vettvang til að kanna málið en ekki séu nein dæmi um að þurft hafi að taka slík mál til frekari rannsóknar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Í gær

Eldgos hafið á Reykjanesi

Eldgos hafið á Reykjanesi
Fréttir
Í gær

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“