fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

Margir hyggjast halda jól á Tenerife

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. júní 2021 08:00

Frá Tenerife.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir Íslendingar hafa í hyggju að halda jól á Tenerife en vel hefur gengið að selja flugferðir þangað. Það má því reikna með að fjöldi Íslendinga muni halda jól í sól og hita á Tenerife.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Hefur blaðið eftir Tómasi J. Gestssyni, framkvæmdastjóra Heimsferða, að eftirspurnin eftir ferðum til Tenerife um jólin hafi komið á óvart. „Við fylltum strax tvær vélar og erum búin að bæta við þremur og þær eru langt komnar,“ er haft eftir honum.

Þráinn Vigfússon, hjá VITA, tók í sama streng og sagði að uppselt hafi verið í jólaferðina og hafi aukaferð verið bætt við og sé við að verða uppselt í hana.

Play ætlar að flytja landsmenn til Tenerife um jólin og sagðist Birgir Jónsson, forstjóri félagsins, vera upp með sér yfir að Íslendingar treysti nýjasta ferðafélagi landsins fyrir jólaferðum sínum. „Íslendingar eru greinilega mjög sólarþyrstir því það er mikið keypt af ferðum til Tenerife í kringum jólin og næstu páska. Það er jákvætt fyrir okkur því við erum ný á markaðnum, að fólk er að treysta okkur fyrir svona mikilvægum ferðum með stórfjölskyldunni. Við erum stolt af því og tökum því alvarlega,“ er haft eftir honum. Hann sagðist jafnframt eiga von á að aukaferðum verði bætt við miðað við þá eftirspurn sem verið hefur.

Birna Ósk Einarsdóttir, hjá sölu- og þjónustusviði Icelandair, sagði að ferðaáhugi hafi aukist mikið síðustu daga, vel sé bókað inn í haustið og veturinn. „Við sjáum að með auknum bólusetningum í heiminum og fækkandi smitum hafa Íslendingar verið mjög fljótir að taka við sér,“ er haft eftir henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi