fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Margir hyggjast halda jól á Tenerife

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. júní 2021 08:00

Frá Tenerife.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir Íslendingar hafa í hyggju að halda jól á Tenerife en vel hefur gengið að selja flugferðir þangað. Það má því reikna með að fjöldi Íslendinga muni halda jól í sól og hita á Tenerife.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Hefur blaðið eftir Tómasi J. Gestssyni, framkvæmdastjóra Heimsferða, að eftirspurnin eftir ferðum til Tenerife um jólin hafi komið á óvart. „Við fylltum strax tvær vélar og erum búin að bæta við þremur og þær eru langt komnar,“ er haft eftir honum.

Þráinn Vigfússon, hjá VITA, tók í sama streng og sagði að uppselt hafi verið í jólaferðina og hafi aukaferð verið bætt við og sé við að verða uppselt í hana.

Play ætlar að flytja landsmenn til Tenerife um jólin og sagðist Birgir Jónsson, forstjóri félagsins, vera upp með sér yfir að Íslendingar treysti nýjasta ferðafélagi landsins fyrir jólaferðum sínum. „Íslendingar eru greinilega mjög sólarþyrstir því það er mikið keypt af ferðum til Tenerife í kringum jólin og næstu páska. Það er jákvætt fyrir okkur því við erum ný á markaðnum, að fólk er að treysta okkur fyrir svona mikilvægum ferðum með stórfjölskyldunni. Við erum stolt af því og tökum því alvarlega,“ er haft eftir honum. Hann sagðist jafnframt eiga von á að aukaferðum verði bætt við miðað við þá eftirspurn sem verið hefur.

Birna Ósk Einarsdóttir, hjá sölu- og þjónustusviði Icelandair, sagði að ferðaáhugi hafi aukist mikið síðustu daga, vel sé bókað inn í haustið og veturinn. „Við sjáum að með auknum bólusetningum í heiminum og fækkandi smitum hafa Íslendingar verið mjög fljótir að taka við sér,“ er haft eftir henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg