fbpx
Fimmtudagur 09.janúar 2025
Fréttir

Rauðagerðismálið: Anton Kristinn ekki lengur grunaður um aðild – Málið formlega fellt niður

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 9. júní 2021 08:00

Armando, til vinstri, var myrtur á heimili sínu í febrúar. Anton og Angjelin voru reglulega nafngreindir saman sem aðilar að málinu. Angjelin hefur nú játað á sig morðið og lögreglan fellt niður rannsókn á aðkomu Antons að málinu. mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tilkynnt Antoni Kristni Þórarinssyni að rannsókn á aðild hans að morðinu á Armando Beqirai sem skotinn var til bana fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði í Reykjavík í febrúar síðastliðnum hafi verið felld niður.

Armando var skotinn ítrekað með skammbyssu er hann var á leið heim til sín laugardagskvöldið 13. febrúar.

Tugir manna voru handteknir við rannsókn málsins og sátu fjölmargir þeirra í gæsluvarðhaldi. Mikið var gert úr hlut „Íslendingsins,“ í málinu, eins og vísað var til Antons í yfirlýsingum lögreglu. Anton sjálfur var handtekinn á Suðurlandi og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna. Gæsluvarðhaldið varð síðar að farbanni, en óalgengt er að Íslendingar með eignir, fjölskyldur og önnur áþreifanleg og sterk tengsl við landið séu settir í farbann.

Á blaðamannafundi sem haldinn var af lögreglu vegna málsins fór mikið púður í að ræða aðkomu Íslendingsins að málinu, sem og lögmanns hans sem lögreglan hafði fengið settan á vitnalista sinn. Svo fór að „Íslendingurinn,“ Anton Kristinn var ekki ákærður vegna málsins og lögmaðurinn aldrei kallaður til skýrslutöku.

Ákæra var loks gefin út á hendur fjórum erlendum einstaklingum. Einn þeirra, Angjelin Sterkaj, játaði morðið á sig og sagðist við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur hafa verið einn að verki.

Þetta þýðir að aðkomu Antons að Rauðagerðismálinu er formlega lokið. Hann mun þó geta krafist bóta vegna gæsluvarðhaldsvistar og farbannsins sem hann sætti að ósekju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Nokkrar líkur á gosi á Vesturlandi og það nálægt byggð

Nokkrar líkur á gosi á Vesturlandi og það nálægt byggð
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Illa hefur gengið að koma manni úr landinu – Fékk brottvísun fyrir meira en fjórum árum og eftirlýstur í meira en ár

Illa hefur gengið að koma manni úr landinu – Fékk brottvísun fyrir meira en fjórum árum og eftirlýstur í meira en ár
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Build-A-Bear kemur til Íslands

Build-A-Bear kemur til Íslands
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dani og Svisslendingur á meðal látinna í flugslysi í Ástralíu

Dani og Svisslendingur á meðal látinna í flugslysi í Ástralíu
Fréttir
Í gær

Frakkar vara Trump við vegna Grænlands – Tekið verði hart á Bandaríkjamönnum

Frakkar vara Trump við vegna Grænlands – Tekið verði hart á Bandaríkjamönnum
Fréttir
Í gær

Gáleysi ökumanns vörubifreiðar og ófullnægjandi aðstæður á Ásvöllum urðu Ibrahim að bana

Gáleysi ökumanns vörubifreiðar og ófullnægjandi aðstæður á Ásvöllum urðu Ibrahim að bana