fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Fjöldi fólks horfði á Guðmund Elís verða fyrir grófum barsmíðum – Enginn lét lögreglu vita

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. júní 2021 14:01

Skjáskot úr myndbandinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrottalegt myndband gekk nýlega um netheima sem eldur í sinu en þar má sjá tvo unga menn slást af mikilli hörku. Myndbandið var tekið á Ingólfstorgi í lok maí og sýnir það mennina tvo veltast um á götuhorni Veltusunds og Hafnarstrætis. DV fjallaði um myndbandið þegar það var í hvað mestu dreifingu en samkvæmt heimildum DV eru mennirnir á myndbandinu annars vegar breskur ferðamaður og hins vegar Guðmundur Elís Sigurvinsson.

Guðmundur Elís var í fréttum í fyrra þegar fyrrverandi kærasta hans, Kamilla Ívarsdóttir, sagði frá hrottalegu ofbeldi sem hún hafi orðið fyrir. Kamilla steig fram með eftirminnilegum hætti í Kastljósi þar sem hún greindi frá ofbeldinu og ofsóknum sem hún varð fyrir af hálfu Guðmundar. Kom þá á daginn að Guðmundur hafði ítrekað sett sig í samband við hana, þvert á nálgunarbann sem hann þá sætti, meðal annars með því að hringja í hana 122 sinnum úr síma fangelsisins á Hólmsheiði þar hann sætti gæsluvarðhaldi.

Lesa meira: Hrottalegt myndband af slagsmálum í miðbænum í dreifingu – Dæmdur ofbeldismaður rotaður – „Do you give up? No!“

Guðmundur var í mars á síðasta ári dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir ofbeldisbrot sín. Þá var hann jafnframt sakfelldur fyrir að hafa hótað fyrrum kærustu sinni og barnsmóður ofbeldi. „Ég tek þig og kem […] þig í klessu og nauðga þér þegar ég kem,“ sendi Guðmundur barnsmóður sinni meðal annars. Árás Guðmundar á Kamillu var svo hrottaleg að hún var í upphafi rannsökuð af lögreglu sem tilraun til manndráps.

Enginn tilkynnti slagsmálin til lögreglunnar

Fréttablaðið fjallaði um málið í dag en þar kemur fram að enginn hafi haft samband við lögregluna til að tilkynna um slagsmálin, þrátt fyrir að töluvert hafi verið um vitni að slagsmálunum. „Það er ekkert í LÖKE-kerfinu sem hægt er að tengja þetta við,“ sagði Guðmundur Pétur Guð­munds­son, lög­reglu­full­trúi hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu, í samtali við Fréttablaðið um málið.

„Við­komandi sem verður fyrir þessum höggum á náttúru­lega bara að kæra. Á meðan hann kærir ekki neyðum við hann ekki til þess,“ segir lögreglufulltrúinn en svo virðist vera sem enginn annar lögreglumaður kannist við málið. „Ég sendi líka tölvu­póst á alla lög­reglu­menn á höfuð­borgar­svæðinu og enginn kannast við neitt. Svo ég kíki ég líka í LÖKE-kerfið og það er ekkert sem tengir þetta saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt