Skiptum er lokið í félaginu CÁJ-veitingar ehf. en lýstar kröfur hljóðuðu upp á tæplega 130 milljónir króna. Alls fengust rúmlega 72 milljónir króna upp í veðkröfur. Félagið var úrskurðað gjaldþrota þann 10. júní 2020 en skiptum lauk þann 31. maí 2021. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag.
CÁJ-veitingar ehf. var rekstrarfélag veisluþjónustunnar Veislumiðstöðvarinnar í Borgartúni auk sælkeraversluninnar Deli Johanesen sem hóf rekstur sinn í Þórunnartúni 2 í mars 2016. Eigandi CÁJ-veitinga var Ámundi Óskar Johansen.