fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Siggi hakkari hraktist úr íbúð í Skuggahverfinu: Kannabisfnykur og lögregluheimsóknir

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. júní 2021 22:30

Siggi hakkari var hrakinn úr Skuggahverfinu eftir stutta dvöl

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Þórðarson, sem gjarnan er nefndur Siggi hakkari, hraktist á dögunum úr glæsilegri íbúð í Skuggahverfinu sem hann hafði leigt og dvalið í um nokkra mánaða skeið. Íbúðareigandinn, sem ekki vill láta nafn síns getið, segir að Sigurður hafi leigt íbúðina í gegnum tiltekið fyrirtæki og hafi staðið við sitt að fullu.

„Hann leigði íbúðina í gegnum félag og ég hreinlega þekkti hann ekki því hann var með andlitsgrímu þegar hann kom að skoða eignina.,“ segir íbúðareigandinn.

Að sögn viðkomandi hraktist þó Sigurður úr eigninni því nágrannar hans fylltust óhug við að maður með hans forsögu, dæmdur barnaníðingur, byggi í fjölbýlishúsinu. Á þeim stutta tíma sem Sigurður bjó í eigninni hafi lögreglan komiðí heimsóknir íbúðina auk þess sem  megn stækja af kannabisreyk lagði frá íbúðinni.

„Aðrir eigendur vildu hann í burtu og hann fór í raun strax án vandkvæða. Hann stóð við sitt gagnvart mér varðandi leigugreiðslur og ég hef í sjálfu sér lítið upp á hann að klaga,“ segir íbúðareigandinn sem ekki býr í húsinu.

Á dögunum fjallaði Stundin um feril Sigurðar í ítarlegri grein á vef sínum.

„Þrátt fyrir ungan aldur er Sigurður Ingi bæði þekktur og afkastamikill glæpamaður. Á ekki lengri tíma en tíu árum hefur hann stolið tugum milljóna í peningum, svikið út glæsikerrur, sofið á hótelum, borðað safaríkan skyndibita og ferðast til útlanda án þess að greiða krónu fyrir. Nú þegar hefur hann verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn níu piltum. Fleiri kærðu. Einn framdi sjálfsvíg,“ segir í inngangi greinarinnar.

Í greininni kemur fram að Sigurður tengist fjórtán fyrirtækjum og félagasamtök þar sem hann er annað hvort skráður framkvæmdastjóri, stjórnarmaður eða með prókúru.  Fjögur þeirra urðu nýlega gjaldþrota en önnur stefna í þá átt.

Þau eru eftirfarandi:

Arctic eignaumsjón ehf. (gjaldþrota)

Ace Handling ehf. (gjaldþrota)

Northern Tours ehf. (gjaldþrota)

Kvíaholt ehf. (gjaldþrota)

Fiix Innovation ehf.

Regnum ehf.

Robus ehf.

Postulakirkjan Beth-Shekinah

Litboltafélag Íslands

Öryggisfræðsla, félagasamtök

Félagasamtökin Knight Academy

Impressive, félagasamtök

Kjarnaaðstoð, félagasamtök

Vefur og gögn, félagasamtök

Þá er greint frá því að fram  að gjaldþroti þessara fyrirtækja hefur Sigurður ásamt samverkamönnum sínum verið iðinn við að taka út margskonar vörur og þjónustu í reikning á nafni fyrirtækjanna. Reikninga sem aldrei stendur til að borga eins og Sigurður viðurkennir í samtali við blaðamann Stundarinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leita að tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri – Annar dvaldi á Íslandi í leyfisleysi í rúm tvö ár

Leita að tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri – Annar dvaldi á Íslandi í leyfisleysi í rúm tvö ár
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sturlun í Filippseyjum – Varaforsetinn hótar að láta myrða forsetann ef hann gerir henni mein

Sturlun í Filippseyjum – Varaforsetinn hótar að láta myrða forsetann ef hann gerir henni mein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stríðið milli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna heldur áfram

Stríðið milli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna heldur áfram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“