Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir Sebastian Kozlowski í gær. Hann komt í leitirnar í morgun en hann var í farbanni og átti að tilkynna sig á lögreglustöð reglulega. Það gerði hann ekki í gær og var því lýst eftir honum. RÚV greinir frá.
Sebastian var dæmdur í sex ára og níu mánaða fangelsi í nóvember í Póllandi árið 2018 fyrir grófa líkamsárás sem varð manni að bana. Hann á enn rúm sex ár eftir óafplánuð.
Samkvæmt RÚV kom hann til landsins árið 2019 til að hefja nýtt líf en í fyrravor vildu pólsk yfirvöld að hann kæmi til baka til að ljúka afplánun. Hann var að lokum handtekinn hér á landi og er grunaður um húsbrot og frelsissviptingu.
Sebastian vill ekki fara aftur heim til Póllands þar sem hann telur að aðstæður þar séu slæmar og óttast hann um öryggi sitt og andlega heilsu. Hann vill setjast að á Íslandi til frambúðar en hann hefur eignast vini og vandamenn hér á landi.