Morgunblaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að viðamiklar rannsóknir liggi að baki þessari niðurstöðu. Sýni voru tekin reglulega úr frárennslisvatni í skolphreinsistöðvum borgarinnar og var leitað að leifum af amfetamíni, metamfetamíni, MDMA, kannabis og kókaíni en efnin skiljast út með þvagi.
Niðurstaðan var að neysla kókaíns hefði aukist mest en einnig jókst neysla amfetamíns og metamfetamíns.
„Aukning í neyslu kókaíns sást fram til ársins 2019 en dróst saman í júní 2020 um 60% í fyrstu bylgju faraldursins skv. niðurstöðum mælinganna. Kókaínmagn í skolpinu var um það bil 1.100 milligrömm á dag á hverja þúsund íbúa í upphafi mælinga en hafði aukist í um það bil 2.700 milligrömm í apríl 2019,“ hefur Morgunblaðið eftir Arndísi.
Hún sagðist telja að minni neyslu kókaíns í heimsfaraldrinum megi skýra með því að flutningsleiðir hingað til lands hafi lokast að mestu og afgreiðslutími skemmtistaða var takmarkaður.