fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Mikil aukning á kókaínneyslu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. júní 2021 07:59

Kókaín. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neysla á kókaíni í Reykjavík jókst um meira en helming frá því snemma árs 2017 og þar til áhrifa kórónuveirufaraldursins fór að gæta sumarið 2020. Þetta kemur fram í doktorsverkefni Arndísar Sue-Ching Löve sem hún varði við læknadeild Háskóla Ísland í síðustu viku.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að viðamiklar rannsóknir liggi að baki þessari niðurstöðu. Sýni voru tekin reglulega úr frárennslisvatni í skolphreinsistöðvum borgarinnar og var leitað að leifum af amfetamíni, metamfetamíni, MDMA, kannabis og kókaíni en efnin skiljast út með þvagi.

Niðurstaðan var að neysla kókaíns hefði aukist mest en einnig jókst neysla amfetamíns og metamfetamíns.

„Aukning í neyslu kókaíns sást fram til ársins 2019 en dróst saman í júní 2020 um 60% í fyrstu bylgju faraldursins skv. niðurstöðum mælinganna. Kókaínmagn í skolpinu var um það bil 1.100 milligrömm á dag á hverja þúsund íbúa í upphafi mælinga en hafði aukist í um það bil 2.700 milligrömm í apríl 2019,“ hefur Morgunblaðið eftir Arndísi.

Hún sagðist telja að minni neyslu kókaíns í heimsfaraldrinum megi skýra með því að flutningsleiðir hingað til lands hafi lokast að mestu og afgreiðslutími skemmtistaða var takmarkaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans