Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Það var ekki talað við útfararstjóra og það hefði verið eðlilegt að halda fundi með þeim sem vinna við þetta. En það er kannski litið á þetta sem innanhússmál hjá kirkjugörðunum. Þau sögðu að þau hefðu prófað aðrar aðferðir en við fengum bara bréf um að þessu væri komið á, með mánaðarfyrirvara,“ er haft eftir Rúnari Geirmundssyni, formanni Félags íslenskra útfararstjóra.
Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Garðabæ, sagðist ekki hafa neitt á móti styttingu vinnuvikunnar en sagðist telja að gæta þyrfti að því að styttingin skerði ekki þjónustu. Betra hefði verið að vinnu lyki seinna á föstudögum eða þá að mánudagar væru notaðir í styttingu vinnuvikunnar þar sem það er eini frídagur stórs hóps þeirra sem koma að útfararþjónustu, þar á meðal presta, organista og kirkjuvarða.
503 útfarir fóru fram í Reykjavík á síðasta ári og þar af voru 150 á föstudögum.