fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Föður sem býr í hjólhýsi stefnt fyrir Héraðsdóm Austurlands í forsjármáli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 4. júní 2021 13:00

Youtube-skjáskot. Myndin tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega fertugum manni hefur verið stefnt fyrir Héraðsdóm Austurlands í forsjármáli. Maðurinn deilir forræði yfir sjö ára gömlum dreng með móður drengsins en hún krefst þess að fara með forræðið ein.

Stefnan er birt í Lögbirtingablaðinu. Parið sleit sambandinu árið 2018 en síðan þá hefur faðirinn ekki verið með fast heimilisfang. Býr hann í hjólhýsi. Umgengni mannsins við drenginn er mjög spopul þar sem hreinlega er erfitt að ná sambandi við föðurinn og fólk veit ekki hvar hann er niðurkominn, að því er fram kemur í stefnunni. Í stefnunni segir enn fremur:

„Ljóst er að tilraunir stefnanda til sátta við stefnda hafa engan árangur borið og að enn sé ágreiningur með aðilum um forsjá drengsins. Því verður stefnandi að leita atbeina dómstóla, sbr. 1. mgr. 34. gr. barnalaga. Stefnandi vísar til þess að samkvæmt 2. mgr. 34. gr. barnalaga beri dómara að láta hagsmuni barnsins ráða við ákvörðun um forsjá þess.“

Konan telur nauðsynlegt að hún fari ein með forsjá drengsins því óhægt sé um vik að foreldrarnir taki báðir mikilvægar ákvarðanir er snerta hann. Til dæmis getur konan ekki farið til útlanda með drenginn án þess að fá leyfi hjá manninum áður, manni sem ekki náist í og sinni barni sínu lítið sem ekkert. Þá segir ennfremur í stefnunni:

„Stefnandi byggir kröfu sína einnig á því að drengurinn sé tengdari henni en stefnda. Stefnandi hefur frá fæðingu sinnt daglegri umönnun drengsins. Stefndi hafi í sambúð aðila lítið skipt sér af drengnum eða sinnt honum, enda sjaldan í ástandi til þess.

Stefnandi byggir kröfur að lokum á því að persónulegar og félagslegar aðstæður hennar séu betur til þess fallnar að annast drenginn. Stefnandi er í sambúð og býr í eigin húsnæði, drengurinn hefur tengst stjúpföður sínum vel. Drengurinn býr við öryggi og stöðugleika, er byrjaður í skóla þar sem hann á vini og líður vel. Drengurinn hefur aldrei notið reglulegrar umgengni við stefnda en stefndi býr, eftir því sem best er vitað, í hjólhýsi eða með ótilgreint heimilisfang.“

Þá segir í stefnunni að maðurinn sé ekki hæfur til þess að fá drenginn í umgengni án eftirlits. „Stefnandi telur þó mikilvægt að drengurinn þekki fjölskyldu sína og hefur því sinnt því að drengurinn fái reglulega að njóta samvista við föðurömmu sína. Stefnandi treystir móður stefnda til að hafa eftirlit með umgengni, enda fari hún fram á heimili hennar, eða í það minnsta í hennar umsjá. Stefnandi telur móður stefnda gera sér vel grein fyrir því mikla óöryggi fyrir drenginn sem fylgir stefnda og hún hafi því verið viðstödd þegar stefndi hittir drenginn,“ segir enn fremur.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Austurlands þann 2. september næstkomandi. Skorað er á föðurinn að mæta þá fyrir dóm, ef ekki verður felldur dómur í málinu að honum fjarstöddum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Í gær

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leita að ungum Íslendingi sem er grunaður í mannshvarfsmáli á Spáni – Mætti ekki fyrir dómara í desember

Leita að ungum Íslendingi sem er grunaður í mannshvarfsmáli á Spáni – Mætti ekki fyrir dómara í desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þóra Kristín náði varla að þakka hetjunni á Ægisíðunni – „Hann mokaði og ýtti og linnti ekki látum fyrr en það tókst“

Þóra Kristín náði varla að þakka hetjunni á Ægisíðunni – „Hann mokaði og ýtti og linnti ekki látum fyrr en það tókst“