fbpx
Sunnudagur 17.nóvember 2024
Fréttir

Móðir ósátt með bólusetningaáróður í Flataskóla – „Það eru vax­andi áhyggj­ur um til­gang og gagn­semi bólu­setn­inga“

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 3. júní 2021 08:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Johansen er móðir barna í Flataskóla í Garðabæ en þar var á dögunum níu ára börnum sýnd mynd sem fjallar um sögu og mikilvægi bólusetninga fyrir börn. Myndin er sýnd sem hluti af verkefni með UNICEF en fræða á börnin um réttindi þeirra samkvæmt Barnasáttmála UNICEF.

Ævar Þór Benediktsson, einnig þekktur sem Ævar vísindamaður, og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir eru meðal þeirra sem fjalla um bólusetningar fyrir börnin í verkefninu.

„Þetta vil ég gagn­rýna. Ég set spurn­ing­ar­merki við gagn­semi þess að sýna níu ára krökk­um upp­lýs­inga­mynd­bönd um bólu­setn­ing­ar þar sem þau hafa ekki for­send­ur til að kynna sér málið frá öðrum hliðum. Það eru vax­andi áhyggj­ur um til­gang og gagn­semi bólu­setn­inga og ekki síst í dag þegar við horf­um upp á að gripið hef­ur verið til þess ráðs að reyna mRNA-líf­tækni­meðferð fyr­ir sem flesta við veiru sem veg­ur ekki fleiri en flensa hef­ur gert í gegn­um tíðina,“ skrifar Kristín í Morgunblaðið. „Jafn­vel hef­ur maður heyrt að standi til að sprauta börn „fyr­ir“ þess­um vírus sem snert­ir þau ekki og telja verður í besta falli vafa­samt.“

Kristín spyr hvort tímasetningin á þessu myndbandi sé kannski ekki tilviljun. Hún bendir á að það er í höndum foreldra og aðstandenda að taka ákvarðanir fyrir börnin um þau mál sem tengjast heilsu og segir að með inngripi af þessu tagi sé hætta á einhliða umfjöllun og einhliða umræðu um mikilvægt málefni.

„Hafið þið skoðað hvort um hræðslu­áróður sé að ræða í mynd­band­inu? Er talað þar um að börn geti dáið ef þau fá ekki bólu­setn­ingu? Hver er til­gang­ur­inn með því? Ég frá­bið mér því að dótt­ur minni verði sagt beint eða óbeint að hún geti dáið ef hún fái ekki bólu­setn­ing­ar. Ég kæri mig ekki um að greypa það viðhorf í hana,“ segir Kristín.

Hún vill meina að það sé annað að hvetja börn til hreyfingar og útvistar en annað að fjalla einhliða um nauðsyn bóluefna. Það sé meira áróður en fræðsla.

„Ég hvet ykk­ur því til að end­ur­skoða þá ákvörðun að leyfa sýn­ingu slíks ein­hliða mynd­bands fyr­ir börn sem hafa ekki næg­an skiln­ing á mál­efn­inu,“ segir Kristín að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjá kjósendur af arabískum ættum eftir því að hafa kosið Trump?

Sjá kjósendur af arabískum ættum eftir því að hafa kosið Trump?