Starfsmaður í H&M í Kringlunni hefur greinst smitaður af Covid-19. Þetta kemur fram á heimasíðu Kringlunnar. Verslunin er lokuð í dag meðan unnið er að sótthreinsun og allir starfsmenn hafa verið sendir í sóttkví næstu sjö daga.
Fyrir tæpum tveimur vikum greindist aðili smitaður eftir ferð í H&M á Hafnartorgi og var þeirri verslun lokað tímabundið á meðan hún var sótthreinsuð.
Í gær greindust fimm smit innanlands, þar af eitt utan sóttkvíar.