fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Guðmundur Sævar farinn í ótímabundið leyfi – Ofbeldi, lyfjaþvinganir og ógnarstjórnun

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 1. júní 2021 18:00

Guðmundur Sævar og Landspítalinn, Kleppi. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Sævar Sævarsson, deildarstjóri öryggis- og réttargeðdeildarinnar á Landspítala sem er staðsett á Kleppi, er kominn í ótímabundið leyfi frá störfum í kjölfar ábendinga um slæman aðbúnað og starfsaðstæður á deildinni. RUV greindi frá málinu í gær.

RUV greinir frá því að deildarstjóranum hafi verið boðið að fara í leyfi á meðan Embætti landlæknis skoðar málið og hann hafi þegið það.

Þegar DV hafði samband við Guðmund Sævar í dag vildi hann ekkert tjá sig og vísaði á Landspítalann.

Fréttastofa RUV greindi fyrst miðla frá því að Embættið hefði til skoðunar greinargerð frá Geðhjálp með ábendingum fyrrverandi og núverandi starfsmanna vegna slæms aðbúnaðs á deildinni, ofbeldis, lyfjaþvingana, ógnarstjórnunar og samskiptavanda.

Guðmundur Sævar hefur starfað á geðdeildum Landspítalann um áratuga skeið.

Óviðeigandi strokur og snertingar í þingveislu

Hann tók sæti sem varaþingmaður fyrir Flokk fólksins frá janúar til febrúar árið 2018.

Guðmundur Sævar komst í fréttirnar í apríl sama ár eftir að honum var vísað úr árlegri þingveislu sem haldin var á Hótel Sögu. Hann var sagður hafa verið blindfullur og áreitt þingkonur og maka þingmanna með óviðeigandi strokum og snertingum. Þingmenn hafa staðfest þetta við fjölmiðla. Að lokum fengu gestir nóg og var starfsmaður Hótel Sögu beðinn um að vísa honum út.

Í framhaldinu sendi hann yfirlýsingu til fjölmiðla sem sem kom fram:

„Í ljósi þeirra umræðna sem hefur verið vil ég endurtaka að, ég þáði að fara í matarboð á vegum forseta þingsins.
Í tilteknum matarboði drakk ég úr hófi og hagaði mér ósæmilega, Á því hef ég beðið innilegar afsökunar, enda skömmin mín og er ég og mun vera ævinlega þakklátur aðilum að hafa tekið við henni.“

Opinber staða ekki rétti vettvangurinn

Guðmundur sagði að hann hafi gert sér grein fyrir að hann ætti við áfengisvandamál að stríða og kvaddist ætla að leita sér aðstoðar og það muni taka sinn tíma.

„Er klárt að ég þarf að huga að minni eigin vegferð og opinber staða er ekki rétti vettvangurinn fyrir mig í dag. Óska ég Ingu Sæland allra besta, en stendur hún fyrir góðu málefni og flokki,“ kom ennfremur fram í yfirlýsingunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“