fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Auglýsing um sjómannadagshátíð á Ólafsfirði vekur úlfúð – „Þetta er mesta vitleysa sem ég hef lent í“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 31. maí 2021 19:05

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi birti kona nokkur færslu á Twitter þar sem hún birti tölvupóstssamskipti milli sín og eins af skipuleggjendum Sjómannadagshelgarinnar á Ólafsfirði. Færslan hefur vakið mikla athygli síðan hún var birt en birting tölvupóstana hefur ekki vakið ánægju meðal þeirra sem skipuleggja hátíðina.

„Heil og sæl. Ég ætla mér ekki að panta miða en ég fékk senda þessa mynd frá bæjarbúum sem voru ósátt. Ég ákvað því að senda ykkur línu,“ segir konan í póstinum sem hún sendi á þá sem skipuleggja hátíðina. „Í fyrsta lagi – það er engin skemmtiatriði með konum? Í öðru lagi – hafið þið ekkert fylgst með metoo bylgjunni og umræðum almennt í samfélaginu? Í þriðja lagi – þið skrifið til dæmis „vanur og óvanur“ sem höfðar lítið til allra hinna sem skilgreina sig ekki karlkyns.“

Sjómannafélag Ólafsfjarðar sér um að skipuleggja hátíðina og svaraði einn félagsmannanna konunni. Sá sem svarar konunni spyr á móti hvort hún sé með því að tala um #MeToo-byltinguna að saka félagið um að vera að brjóta á einhverjum. Þá er hún spurð til baka hvort hún viti hvað óvænta skemmtiatriðið sé, hvort þar sé kona eða konur.

„Manneskjan slítur allt úr samhengi“

DV heyrði í einum skipuleggjanda hátíðarinnar. Sá var ekki sáttur með birtinguna á tölvupóstunum sem sendur var til hennar „Hún sendi mér tölvupóst, ég svaraði henni og hún hefur enga heimild gagnvart öllum persónuverndarlögum til að birta þennan tölvupóst nema með mínu samþykki,“ segir hann í samtali við blaðamann áréttar að birtingin verði að öllum líkindum kærð.

Aðspurður hvort að skipuleggjendur hátíðarinnar séu ósáttir við umræðuna sem konan hóf segir skipuleggjandinn:

„Ósáttir? Já manneskjan slítur allt úr samhengi. Þú bara lest yfir auglýsinguna og svo lestu bara yfir það sem hún skrifar. Það kemur á einum stað fram, í einni keppni hjá okkur sem er skotkeppni, að við séum með vanur og óvanur. Hún gagnrýnir það að þetta sé ekki fyrir konur. Ég er búinn að halda þessa hátíð í 10 ár og ég á mynd af öllum verðlaunahöfum og þær síðustu sem unnu þetta voru tvær konur. Konur eru líka menn.“

Orðalagið „vanur og óvanur“ er skrifað í sambandi við leirdúfuskotmót sjómanna en konum og fólki af öðrum kynjum er að velkomið að taka þátt.

„Ég held að það viti allir um hvað málið snýst“

Hann vill meina að ekkert ósætti sé hjá konum í bænum varðandi orðalagið í auglýsingunni. „Ég held að það viti allir um hvað málið snýst og það er engin kona hér í bæ sem hugsar að hún ætli að taka þátt en að hún geti það svo ekki því auglýsingin er orðuð svona,“ segir hann.

„Ég er búinn að halda þessa hátíð í 10 ár og þetta er mesta vitleysa sem ég hef lent í. Ég hef ekki einu sinni lent í svona veseni með fulla einstaklinga á balli. Það þarf ekki nema að fara á internetið að sjá að fyrir tveimur árum vorum við með uppistandskvöld og þá var helmingurinn af þeim sem komu fram konur.“

Að lokum segir skipuleggjandinn að auðvitað séu öll af öllum kynjum velkomin á leirdúfuskotmótið og á hátíðina sjálfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“