Þrír greindust með Covid-19 innanlands í gær og þar af voru tveir utan sóttkvíar. Verið er að rekja smitin en undanfarið hafa öll smit verið rakin til ferðamanns sem kom til landsins í apríl.
Enginn greindist á landamærum í gær.
„Þetta er greinilega áframhaldandi verkefni,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna. Hún hvetur fólk til að virkja rakningarappið í símum sínum og bendir á að upplýsingar sem það birtir geti ekki bara leitt til þess að fólk þurfi að fara í sóttkví heldur geti rakningarupplýsingarnar leitt í ljós að sóttkví sé óþörf.