fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Birna Valtýs sakfelld fyrir ofbeldi – Sökuð um að siga Doberman-hundi á konu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 29. maí 2021 09:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti á föstudag dóm héraðsdóms yfir Birnu Ósk Valtýsdóttur fyrir ofbeldi gegn annarri konu og önnur brot.

Birna, sem er fædd árið 1993, birti þann 20. maí pistil sem vakti landsathygli. Pistillinn var innlegg í MeToo-umræðuna og þar var Birna gagnrýnin á þá bylgju reynslusagna og ásakana kvenna á samfélagsmiðlum sem þá höfðu náð hámarki. Birna sagði að ofbeldi gegn konum, þar á meðal kynferðisofbeldi, væri útbreitt, en engu að síður tryði hún ekki öllum þeim konum sem væru að stíga fram með reynslusögur sínar og hún hefði áhyggjur af mönnum sem væru að þola ýkjur eða jafnvel lygar um ofbeldi.

Birna er kærasta Jóns Eyþórs Gottskálkssonar, sem betur er þekktur undir nafninu Jón dansari, en nafn hans var nokkuð áberandi í MeToo-umræðunni fyrr í maímánuði, þ.e. í aðdraganda pistils Birnu.

Í pistlinum sagði hún ennfremur að hún hefði sjálf beitt ofbeldi.

Sakfelld í héraði fyrir að siga Doberman-hundi á konu

Atvikið sem var til meðferðar hjá Landsrétti á föstudag sér stað sumarið 2017. Vorið 2019 var dæmt í málinu fyrir héraðsdómi og var Birna sakfelld fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn konu á bílastæði í Reykjavík. Birna reif í hár konunnar og dró hana þannig niður í jörðina, sparkaði síðan í hana, þar af að minnsta kosti einu sinni í andlit konunnar, og traðkaði á brjóstkassa hennar. Doberman-hundur sem var með í för glefsaði í konuna. Þolandinn hlaut mar og bólgu á vinstra augnloki og augnsvæði, töluvert aflagðan brjóstkassa, rifbrot og skrapsár á ofanverðum úlnlið.

Birna var meðal annars sökuð um að hafa sigað hundinum á konuna og var sakfelld fyrir það í héraðsdómi. Jafnframt höfðu verið felld inn ákæruna þjófnaðarbrot og ökulagabrot og var hún sakfelld fyrir þau.

Í héraðsdómi árið 2019 hlaut Birna þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, var svipt ökuréttindum í sex mánuði og dæmd til að greiða konunni sem hún misþyrmdi hálfa milljón króna í miskabætur. Dómnum var áfrýjað til Landsréttar.

Sem fyrr segir var Birna sakfelld í héraði fyrir að hafa sigað Doberman-hundi sem hún var með í för á konuna. Sagði þolandinn að Birna hefði sagt við sig að hundurinn myndi hakka hana í sig. Sem betur fór var árás hundsins á konuna mjög væg.

Landsréttur breytti þessum hluta dómsins og taldi ekki fullsannað að Birna hefði sigað hundinum á konuna.

Engu að síður er hinn skilorðsbundni dómur þyngdur í fjóra mánuði, sem í sjálfu sér breytir engu, þar sem hann er skilorðbundinn. Miskabætur til þolandans, 500 þúsund krónur, eru óbreyttar.

Þess má geta að í pistli sínum, þar sem Birna játar á sig ofbeldi í fortíðinni, segir hún:

„Ég hef orðið fyrir ofbeldi og ég hef beitt ofbeldi. Ég hef barist við alkahólisma og átröskun. Þegar ég var sem veikust gerði ég ljóta hluti til að fá mínu framgengt. Ég hef logið, ég hef svikið og ég hef skaðað annað fólk. Ég er ekki þessi kona í dag, ég tel mig vera góða manneskju en er þó langt frá því að vera fullkomin.“

Atvikið sem hér um ræðir átti sér stað fyrir fjórum árum. Má af pistli Birnu ráða að hún sé á betri stað í lífinu í dag.

Dóma Landsréttar og héraðsdóms yfir Birnu má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“