Meðfylgjandi myndir tók lesandi af vettvangi umferðarslyss sem átti sér stað við Hamraborg í Kópavogi um kl. 20 á laugardagskvöld.
Pallbíl var ekið á vegrið rétt sunnan við Hamraborgarundirgöngin á Reykjavíkurvegi. Pallbíllinn virðist hafa oltið við áreksturinn á vegriðið. Ekki komu aðrir bílar við sögu í slysinu.
Samkvæmt sjónarvottum voru engin sjáanleg slys á fólki en það er þó ekki staðfest. Töluverðar umferðartafir urðu á Reykjavíkurvegi á meðan unnið var á vettvangi. Lögregla kom á undan sjúkraliði á vettvang og hlúði að fólki úr pallbílnum. Sjúkrabíll kom á vettvang stuttu síðar.
UPPFÆRT: Staðfest er að ekki urðu meiðsl á fólki við slysið.