fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

„Mér finnst þetta sárt“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 27. maí 2021 15:15

Til vinstri: Veiga Dís/Aðsend mynd - Til hægri: Mosfellsbær - Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veiga Dís Hansdóttir, húsasmiður og leiðbeinandi, greindist með Covid-19 þann 6. október í fyrra ásamt móður sinni. „Ég var í einangrun í rúmlega tvær vikur og helstu einkenni mín voru höfuðverkur, þreyta, vöðvaverkir, orkuleysi, svimi og mæði,“ segir Veiga Dís um veikindin í grein sem hún birti á Vísi.

Veiga Dís er ein af þeim óheppnu sem hefur þurft að glíma við mikil eftirköst í kjölfar kórónuveirunnar. „Einkenni mín hættu ekki og svefnleysi og fleira bættist við. Eftir að hafa klesst á nokkra ósýnilega veggi var ég sett í fullt veikindaleyfi í janúar frá starfi mínu sem leiðbeinandi í Varmárskóla í Mosfellsbæ þar sem ég kenni hönnun og smíði en ég er lærður húsasmiður,“ segir hún.

„Núna 7 mánuðum seinna er ég enn óstarfhæf og vil taka fram að áður en ég smitaðist af Covid-19 æfði ég kraftlyftingar og aflraunir af kappi, hef unnið til margra verðlauna og stunda heilbrigt líferni, ég drekk ekki né reyki.“

Fær ekki 20% starf

Í samráði við lækni Veigu Dísar var ákveðið að koma henni hægt og rólega aftur á lappir. Var óskin sú að hún myndi klára að vinna þennan skólavetur í 20% starfi og svo myndi hún hefja störf í haust í 50% starfi. Markmiðið yrði þá að hún yrði komin í 100% starf eftir næstu áramót.

„Sveitarfélagið Mosfellsbær, með einkunnarorðin „virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja“ neitar mér að koma aftur til vinnu í 20% starf. Ég hef starfað fyrir Mosfellsbæ í tæp 2 ár og á þeim tíma aldrei orðið veik og lagt mig alla fram. Ég er 23 ára gömul og stödd í stormi með það eitt að markmiði að komast úr honum og vinnustaðurinn minn, sem er opinber stofnun, hefur engan áhuga á að koma til móts við mig. Þau vilja frekar greiða mér 100% laun í veikindaleyfi frekar en að nýta sér mína þekkingu og starfskrafta í skertu hlutfalli næstu mánuði og aðstoða mig þannig að komast aftur út á vinnumarkaðinn.“

„Auðvitað er þetta sárt“

Í samtali við DV segir Veiga Dís að þetta sé skrýtið. „Það er mjög sérstakt að það sé ekki unnið meira með manni til að komast úr þessari stöðu, þetta er ekki óskastaða fyrir neinn,“ segir hún. „Mér hefur alltaf fundist frábært að vinna fyrir þetta bæjarfélag en mér finnst þetta sárt. Vitandi að ég hef alltaf lagt mig fram í vinnuna og þetta er svo staðan þegar mig vantar hjálp, auðvitað er þetta sárt.“

Veiga Dís er leiðbeinandi og er því sem slíkur ráðin í einungis ár í senn. „Ég hef ekkert heyrt frá þeim ennþá, hvort þau vilji ráða mig í ár í viðbót. Ef þau ráða mig svo í ár í viðbót þá veit ég ekki hvort ég fái að byrja í einhverri prósentuvinnu. Mér skyldist að ég fengi það ekki miðað við þau svör sem ég hef fengið en ég veit samt ekki neitt, þetta er allt rosalega óljóst,“ segir hún.

„Ég var náttúrulega bara í topp formi áður en ég veiktist. Eftir að ég komst inn á Reykjalund er kominn mikill bati, ég er á uppleið. En ég er engan veginn ég sjálf og ég er ekki með sama andlega og líkamlega þrek og ég hafði. Líkamlega þrekið er að koma sterkt til baka en ég á meira erfitt með andlegt og félagslegt áreiti, þetta eru bara hluti af eftirköstunum,“ segir Veiga Dís en bætir við að svefninn sé byrjaður að lagast eftir veruna á Reykjalundi.

Veiga Dís vonast til þess að vekja vinnuveitendur til umhugsunar með frásögninni af sinni reynslu af eftirköstunum. „Það er náttúrulega bara helsta markmiðið mitt,“ segir hún. „Að atvinnurekendur geri sér grein fyrir alvarleika stöðunnar sem fólk er í og átti sig á því að við þurfum hjálp til að komast til baka. Við getum það ekki nema þau vinni með okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur